Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 24. október 2020 21:55
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Vítaspyrnan var ekki einu sinni brot
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp ræddi málin eftir 2-1 sigur Liverpool gegn Sheffield United fyrr í kvöld. Sheffield sýndi fína takta í leiknum en að lokum reyndust Englandsmeistararnir of stór biti.

Gestirnir frá Sheffield komust þó yfir snemma leiks eftir umdeildan vítaspyrnudóm sem Klopp er ekki sammála.

„Vítaspyrnan var ekki einu sinni brot. Þetta var ósanngjörn ákvörðun og við þurftum að gefa í. Ég elska svona leiki því núna virkilega verðskuldum við smá hvíld," sagði Klopp að leikslokum.

„Ég er ekki hissa að Sheffield hafi gefið okkur erfiðan leik, þetta er það sem við bjuggumst við. Chris Wilder er eflaust vonsvikinn með úrslitin.

„Við vorum með algjöra stjórn á leiknum í stöðunni 2-1 en svo komu þeir sér aftur inn í leikinn. Ég virði það svo mikið við þetta lið, þetta er lið sem gefst aldrei upp. Þeir hætta aldrei, Chris er að gera frábæra hluti við stjórnvölinn þarna."


Liverpool jafnaði Everton á toppi deildarinnar með sigrinum. Everton á þó leik til góða.

Sjá einnig:
Sjáðu atvikið: Umdeildur vítaspyrnudómur í Liverpool
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner