Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
   lau 24. október 2020 21:11
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Llorente og Suarez afgreiddu Real Betis
Atletico Madrid 2 - 0 Real Betis
1-0 Marcos Llorente ('46)
2-0 Luis Suarez ('91)
Rautt spjald: Martin Montoya, Betis ('74)

Atletico Madrid tók á móti Real Betis í stórleik á Spáni. Gestirnir frá Sevilla stjórnuðu fyrri hálfleiknum algjörlega og voru óheppnir að koma knettinum ekki í netið.

Diego Simeone gerði tvær breytingar í hálfleik þar sem Hector Herrera tók stöðu Lucas Torreira á miðjunni á meðan Yannick Carrasco leysti Thomas Lemar af hólmi á vinstri kanti.

Tuttugu sekúndum síðar skoraði Marcos Llorente laglegt mark eftir frábært einstaklingsframtak og tóku heimamenn öll völd á vellinum.

Á 74. mínútu var Martin Montoya rekinn útaf með beint rautt spjald fyrir að brjóta af sér sem aftasti varnarmaður. Atletico tókst þó ekki að gera út um viðureignina fyrr en Luis Suarez skoraði eftir skyndisókn í uppbótartíma.

Atletico er í öðru sæti eftir sigurinn, með ellefu stig eftir fimm umferðir. Betis er búið að tapa fjórum af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 19 16 1 2 53 20 +33 49
2 Real Madrid 19 14 3 2 41 17 +24 45
3 Villarreal 18 13 2 3 37 17 +20 41
4 Atletico Madrid 19 11 5 3 34 17 +17 38
5 Espanyol 18 10 3 5 22 19 +3 33
6 Betis 19 7 8 4 31 25 +6 29
7 Celta 18 6 8 4 24 20 +4 26
8 Athletic 19 7 3 9 17 25 -8 24
9 Elche 19 5 8 6 25 24 +1 23
10 Real Sociedad 19 5 6 8 24 27 -3 21
11 Getafe 19 6 3 10 15 25 -10 21
12 Girona 19 5 6 8 18 34 -16 21
13 Sevilla 18 6 2 10 24 29 -5 20
14 Osasuna 19 5 4 10 18 22 -4 19
15 Vallecano 18 4 7 7 14 21 -7 19
16 Alaves 19 5 4 10 16 24 -8 19
17 Mallorca 18 4 6 8 20 26 -6 18
18 Valencia 19 3 8 8 18 31 -13 17
19 Levante 17 3 4 10 20 29 -9 13
20 Oviedo 19 2 7 10 9 28 -19 13
Athugasemdir
banner
banner
banner