Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   sun 24. október 2021 15:52
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu mörkin: Óeigingjarn Salah og Jota bætir við öðru
Liverpool er komið í 2-0 gegn Manchester United á Old Trafford eftir aðeins 19 mínútna leik.

Fyrsta markið kom á 5. mínútu. Salah var með boltann og var Keita með honum í tveir gegn einum.

Egpyski leikmaðurinn hefði auðveldlega getað keyrt sjálfur á markið en ákvað í staðinn að leggja hann inn fyrir á Keita sem lagði boltann hægra megin við David De Gea.

Graeme Souness talaði um það í pistli í Times í morgun að Salah væri einn sá eigingjarnasti í boltanum en þarna var hann það ekki og Liverpool komið yfir.

Diogo Jota gerði annað markið. Það var einhver misskilningur í vörn United, Liverpool nýtti sér það og fékk Trent Alexander-Arnold boltann hægra megin við teiginn, kom honum fyrir og náði Jota að koma fæti í boltann og í netið. Hægt er að sjá bæði mörkin hér fyrir neðan.

Fyrra markið

Markið hjá Jota
Athugasemdir
banner
banner
banner