Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
   mið 02. október 2013 16:30
Fótbolti.net
Dómari ársins: Maður var snarvitlaus
Garðar Örn Hinriksson
Garðar Örn með verðlaunin í dag.
Garðar Örn með verðlaunin í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Garðar Örn Hinriksson er besti dómari Pepsi-deildarinnar 2013 að mati Fótbolta.net. Rauði baróninn, eins og Garðar er oft kallaður, átti mjög gott sumar í dómgæslunni.

„Þetta gekk rosalega vel í sumar. Yfir höfuð fannst mér dómgæslan góð," segir Garðar Örn sem viðurkennir að horfa á Pepsi-mörkin þegar upp koma vafasöm atvik í leikjum sem hann dæmir.

Garðar er einn af okkar reyndustu dómurum og segist vera öðruvísi dómari í dag en þegar hann var að byrja í bransanum. Hann þótti spjaldaglaður á árum áður.

„Maður var snarvitlaus þegar maður var að byrja í þessu. Maður hefur róast með árunum og ég held að ég sé betri dómari en þegar ég var að byrja. Það er auðveldara að dæma þegar reynslan er komin."

Þetta er góð vika fyrir Garðar en í gær eignaðist hann son. Verður strákurinn dómari þegar hann verður stór?

„Ég ætla rétt að vona ekki. Hann kemur náttúrulega til með að ráða því sjálfur. Ef hann tekur það spor þá mun ég styðja hann í því alla leið," segir Garðar léttur í bragði.

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. Verðlaunin eru veitt í samstarfi við Ölgerðina.

Sjá einnig:
Gunnar Jarl Jónsson dómari ársins 2012
Erlendur Eiríksson dómari ársins 2011
Athugasemdir
banner
banner
banner