Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   mið 02. október 2013 16:30
Fótbolti.net
Dómari ársins: Maður var snarvitlaus
Garðar Örn Hinriksson
Garðar Örn með verðlaunin í dag.
Garðar Örn með verðlaunin í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Garðar Örn Hinriksson er besti dómari Pepsi-deildarinnar 2013 að mati Fótbolta.net. Rauði baróninn, eins og Garðar er oft kallaður, átti mjög gott sumar í dómgæslunni.

„Þetta gekk rosalega vel í sumar. Yfir höfuð fannst mér dómgæslan góð," segir Garðar Örn sem viðurkennir að horfa á Pepsi-mörkin þegar upp koma vafasöm atvik í leikjum sem hann dæmir.

Garðar er einn af okkar reyndustu dómurum og segist vera öðruvísi dómari í dag en þegar hann var að byrja í bransanum. Hann þótti spjaldaglaður á árum áður.

„Maður var snarvitlaus þegar maður var að byrja í þessu. Maður hefur róast með árunum og ég held að ég sé betri dómari en þegar ég var að byrja. Það er auðveldara að dæma þegar reynslan er komin."

Þetta er góð vika fyrir Garðar en í gær eignaðist hann son. Verður strákurinn dómari þegar hann verður stór?

„Ég ætla rétt að vona ekki. Hann kemur náttúrulega til með að ráða því sjálfur. Ef hann tekur það spor þá mun ég styðja hann í því alla leið," segir Garðar léttur í bragði.

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. Verðlaunin eru veitt í samstarfi við Ölgerðina.

Sjá einnig:
Gunnar Jarl Jónsson dómari ársins 2012
Erlendur Eiríksson dómari ársins 2011
Athugasemdir
banner
banner
banner