Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   mið 02. október 2013 16:30
Fótbolti.net
Dómari ársins: Maður var snarvitlaus
Garðar Örn Hinriksson
Garðar Örn með verðlaunin í dag.
Garðar Örn með verðlaunin í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Garðar Örn Hinriksson er besti dómari Pepsi-deildarinnar 2013 að mati Fótbolta.net. Rauði baróninn, eins og Garðar er oft kallaður, átti mjög gott sumar í dómgæslunni.

„Þetta gekk rosalega vel í sumar. Yfir höfuð fannst mér dómgæslan góð," segir Garðar Örn sem viðurkennir að horfa á Pepsi-mörkin þegar upp koma vafasöm atvik í leikjum sem hann dæmir.

Garðar er einn af okkar reyndustu dómurum og segist vera öðruvísi dómari í dag en þegar hann var að byrja í bransanum. Hann þótti spjaldaglaður á árum áður.

„Maður var snarvitlaus þegar maður var að byrja í þessu. Maður hefur róast með árunum og ég held að ég sé betri dómari en þegar ég var að byrja. Það er auðveldara að dæma þegar reynslan er komin."

Þetta er góð vika fyrir Garðar en í gær eignaðist hann son. Verður strákurinn dómari þegar hann verður stór?

„Ég ætla rétt að vona ekki. Hann kemur náttúrulega til með að ráða því sjálfur. Ef hann tekur það spor þá mun ég styðja hann í því alla leið," segir Garðar léttur í bragði.

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. Verðlaunin eru veitt í samstarfi við Ölgerðina.

Sjá einnig:
Gunnar Jarl Jónsson dómari ársins 2012
Erlendur Eiríksson dómari ársins 2011
Athugasemdir
banner
banner