Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   þri 24. nóvember 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zlatan, 39 ára, leikmaður ársins í Svíþjóð í tólfta sinn
Zlatan Ibrahimovic var í kvöld valinn fótboltamaður ársins í tólfta sinn á ferli sínum.

Hann er 39 ára gamall en virðist ekkert vera að hægja á sér. Hann virðist bara vera að gefa í ef eitthvað er.

Zlatan er í augnablikinu að spila eins og sé 27 eða 28 ára, ekki eins og hann sé að fara á fimmtugsaldur. Hann er búinn að skora tíu mörk í sex deildarleikjum fyrir AC Milan, sem er á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar.

„Ég stefni á að vinna þessi verðlaun líka þegar ég er kominn á fimmtugsaldur," sagði Zlatan og hló.

Magdalena Eriksson, fyrirliði sænska landsliðsins, var valin besta fótboltakonan í Svíþjóð.


Athugasemdir
banner