Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 24. nóvember 2021 18:32
Brynjar Ingi Erluson
Búinn að bjóða Man Utd að fá Bruce út tímabilið
Steve Bruce vill taka við United
Steve Bruce vill taka við United
Mynd: Getty Images
Sharron Elkabas, umboðsmaður Steve Bruce, er búinn að bjóða Manchester United að fá enska knattspyrnustjórann en enskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag.

Steve Bruce var látinn fara frá Newcastle United eftir að nýju eigendurnir tóku við.

Þessi fyrrum fyrirliði Manchester United er opinn fyrir því að taka við Man Utd út tímabilið eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn taka poka sinn síðustu helgi.

Samkvæmt ensku blöðunum þá hefur umboðsmaður Bruce verið í sambandi við United og boðið þeim þjónustu hans en United leitar að bráðabirgðastjóra út þessa leiktíð.

Bruce hefur verið í þjálfun í rúma tvo áratugi en aldrei fengið tækifærið hjá bestu liðunum og verður að teljast afar ólíklegt að hann fái það í bráð. United er sagt í viðræðum við Ernesto Valverde, fyrrum þjálfara Barcelona, og þá er Mauricio Pochettino einnig í myndinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner