Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 24. nóvember 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ranieri núna líklegastur til að fá sparkið
Claudio Ranieri.
Claudio Ranieri.
Mynd: Getty Images
Eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn fara frá Manchester United, þá er talið líklegast að Claudio Ranieri verði næstur stjóra í ensku úrvalsdeildinni til að fá sparkið.

FourFourTwo segir frá þessu og vitnar í veðbanka.

Alls hafa sex stjórar misst starfið í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Þeirra á meðal er Xisco Munoz, sem stýrði Watford í upphafi tímabilsins. Ranieri var ráðinn í hans stað og hefur gert nokkuð vel. Hann stýrði Watford til sigurs gegn Man Utd um síðustu helgi.

Hann er þrátt fyrir það líklegastur til að missa starfið. Það er kannski ekkert skrítið við það enda hefur stjórn Watford enga þolinmæði þegar kemur að stjórum og eru þeir óhræddir við að sparka mönnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner