Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 24. nóvember 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Væri ótrúlega verðskuldað" ef Putellas vinnur Ballon d'Or
Putellas fagnar marki með Barcelona.
Putellas fagnar marki með Barcelona.
Mynd: EPA
Alexia Putellas er sögð líklegust kvenna til að hreppa Ballon d'Or gullknöttinn sem eru veitt bestu fótboltakonu heims á hverju ári.

Á almannaksárinu 2021 hefur Putellas skorað 37 mörk og lagt upp 27 til viðbótar í mögnuðu liði Barcelona sem vann Meistaradeildina, spænsku úrvalsdeildina og spænska bikarinn á árinu.

Vefmiðillinn Goal telur líklegast að hún hreppi verðlaunin í ár. „Taki hún til sín stærstu einstaklingsverðlaun sem í boði eru, þá væri það ótrúlega verðskuldað," segir í frétt Goal.

Þetta er ótrúleg tölfræði í ljósi þess að Putellas, sem er 27 ára, spilar á miðjunni hjá Barcelona.

Sam Kerr, leikmaður Chelsea, og Jennifer Hermoso, liðsfélagi Putellas hjá Barcelona, koma næstar hjá Goal.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner