Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 24. nóvember 2022 00:28
Brynjar Ingi Erluson
Kemur Ronaldo til varnar - „Þeir gátu ekki rassgat"
Fabio Coentrao og Cristiano Ronaldo
Fabio Coentrao og Cristiano Ronaldo
Mynd: EPA
Fabio Coentrao, fyrrum leikmaður Real Madrid og portúgalska landsliðsins, skýtur á fyrrum leikmenn sem hafa gagnrýnt Cristiano Ronaldo á tímabilinu.

Coentrao og Ronaldo eru góðir vinir frá því þeir spiluðu saman með Real Madrid á Spáni.

Um hríð bjuggu leikmennirnir saman í Madríd en Coentrao hefur fengið sig fullsaddann af gagnrýni í garð Ronaldo og skýtur á nokkra fyrrum leikmenn sem hafa talað um leikmanninn í fjölmiðlum.

Wayne Rooney, Paul Scholes og Gary Neville eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt Ronaldo allt tímabilið en Coentrao sparaði ekki yfirlýsingarnar.

„Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af því að ræða þetta en ég varð að gera það því ég er ekki hrifinn af því að heyra hvað þetta fólk hefur að segja um Cristiano. Þetta eru fyrrum leikmenn, sem gátu bókstaflega ekkert og voru skítlélegir og þeir tala um Cristiano eins og þeir hafi verið eitthvað. Þeir þurfa ekki að tala svona.“

„Þó svo hann sé ekki að spila eins og hann er vanur, þá er þetta samt svo ljótt. Fólk byrjar að tala um hann og segir að honum semji ekki vel við liðsfélagana og mistúlka hluti. Þetta er hræðilegt.“

„Ég veit hvernig hann er og bjó með honum í mörg ár. Ég veit hvernig allt er og hann þarf ekki að segja mér það. Það er ómögulegt að þeim Cristiano og Bruno semji ekki vel við hvorn annan eða aðra liðsfélaga því hann er frábær manneskja,“
sagði Coentrao.
Athugasemdir
banner
banner
banner