Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   lau 25. janúar 2014 21:32
Gunnar Már Hauksson
Juan Mata til Manchester United (Staðfest)
Mynd: Twitter
Manchester United hefur gengið frá kaupum á miðjumanninum Juan Mata frá Chelsea á 37,1 milljón punda. Hann er þar með dýrasti leikmaður í sögu Manchester United.

Mata fór í læknisskoðun í Manchester í dag og stóðst skoðunina. Félagið birti myndir og myndbönd af því þegar leikmaðurinn kom með þyrlu á æfingasvæði liðsins og hitti þar meðal annars landa sinn David de Gea.

Hinn 25 ára miðjumaður kom til Chelsea árið 2011 frá Valencia.

Mata verður kynntur sem nýjasti leikmaður liðsins á mánudag og kemur þá í ljós hvaða númer hann mun bera. Fastlega er búist við að hann muni hafa hina frægu sjöu á bakinu líkt og Cristiano Ronaldo, David Beckham, Eric Cantona og George Best gerðu á liðnum árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner