lau 25. janúar 2020 18:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar um Dion: Höfum ekki tekið áhugann neitt lengra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur, var spurður út í sögusagnir um að Víkingur ætlaði fá til sín Dion Jeremy Acoff, fyrrum leikmann Vals og Þróttar R., í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn gegn Fram á föstudag.

„Dion gæti verið á leiðinn í Víkina, það er bara mjög líklegt," sagði Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþætti sínum, Dr. Football á þriðjudaginn.

„Það var fyrirspurn fyrir 1-2 mánuðum síðan, bara til að spyrjast aðeins fyrir. Við höfum ekkert tekið það neitt lengra," sagði Arnar við Fótbolta.net.

„Það er leikmaður sem þekkir íslensku deildina mjög vel, góður leikmaður en að svo stöddu erum við ekki að skoða þau mál frekar," sagði Arnar að lokum.

Sjá einnig:

Arnar Gunnlaugs: Atli Hrafn hefði mátt vanda sig aðeins betur

Arnar Gunnlaugs: Atli Hrafn hefði mátt vanda sig aðeins betur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner