Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. janúar 2020 23:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kjarnafæðismótið: Flautað af á 77. mínútu í leik KF og Kormáks/Hvatar
Aksentije Milisic (til vinstri).
Aksentije Milisic (til vinstri).
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Kormákur/Hvöt 0 - 4 KF

Kormákur/Hvöt og KF mættust í Boganum í kvöld í B-deild Kjarnafæðismótsins. KF var fyrir leikinn með fimm stig eftir þrjá leiki og K/H án stiga eftir einn leik.

Leikurinn var flautaður af á 77. mínútu þegar KF leiddi með fjórum mörkum. Leikmaður KF, Aksentije Milisic, meiddist illa á hné og var leik hætt.

Aksentije var fluttur á sjúkrahús og óskar Fótbolti.net honum góðs og skjóts bata.

Fyrir áhugasama voru það Grétar Áki Bergsson (2), Þorsteinn Már Þorvaldsson og Ingi Freyr Hilmarsson sem skoruðu mörkin í leiknum.


Athugasemdir
banner
banner