Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. janúar 2020 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stjóri Birmingham: Bellingham er í dag okkar leikmaður
Mynd: Getty Images
Jude Bellingham, leikmaður Birmingham, hefur undanfarið verið orðaður við Manchester United.

Bellingham er einungis sextán ára gamall en United er sagt þurfa að greiða um þrjátíu milljónir punda til að krækja í hann.

Pep Clotet, stjóri Birmingham, var spurður út í Bellingham í viðtali eftir 0-0 jaftnefli gegn Coventry. „Jude er frábær leikmaður fyrir okkur," sagði Pep.

„Það er ekkert nýtt að frétta. Hann er okkar leikmaður og einbeittur á að gera sitt besta fyrir Birmingham. Hann er gera vel í því að höndla athyglina. Hann er mjög þroskaður," sagði Clotet að lokum.

Bellingham spilaði fyrstu 85 mínúturnar fyrir Birmingham í leik dagsins.
Athugasemdir
banner
banner