Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. janúar 2020 12:04
Ívan Guðjón Baldursson
U17 sigraði Úsbekístan - Strákarnir enda í 7. sæti
Icelandair
Mynd: Hulda Margrét
Ísland U17 2 - 1 Úsbekístan U17
1-0 Jakob Franz Pálsson ('47)
1-1 ('49)
2-1 Kristian Nökkvi Hlynsson ('64)

Strákarnir í U17 landsliðinu hafa lokið keppni á æfingamóti UEFA í Hvíta-Rússlandi.

Ísland fékk aðeins þrjú stig í riðlakeppninni og hafnaði á botni riðilsins. Strákarnir mættu því Úsbekístan í úrslitaleik um 7. sæti mótsins.

Strákarnir voru sterkari aðilinn gegn Úsbekum og leit fyrsta markið dagsins ljóst á 47. mínútu. Jakob Franz Pálsson skoraði þá með glæsilegu skoti úr teignum.

Úsbekar jöfnuðu metin tveimur mínútum síðar eftir hornspyrnu en Ísland komst aftur yfir á 64. mínútu, með marki frá Kristian Nökkva Hlynssyni.

Liðin skiptust á að sækja það sem eftir lifði leiks, en íslenska liðið komst nær því að bæta við marki. Lokatölur 2-1 sigur fyrir Ísland, sem hafnar í 7. sæti mótsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner