Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 25. janúar 2021 11:27
Elvar Geir Magnússon
Búið að reka Lampard (Staðfest)
Chelsea hefur staðfest að búið sé að reka Frank Lampard og í yfirlýsingu er sagt að ákvörðunin hafi verið erfið. Úrslit og frammistaða hafi hinsvegar ekki verið eftir væntingum félagsins og að ekki hafi verið útlit fyrir að það væri á batavegi.

„Þetta var mjög erfið ákvörðun fyrir félagið, ekki síst vegna þess að ég hef átt frábært samband við Frank og ber gríðarlega virðingu fyrir honum," segir Roman Abramovich, eigandi Chelsea.

„Við töldum að við núverandi aðstæður væri best að skipta um stjóra. Fyrir hönd félagsins, stjórnarinnar og frá mér þá óska ég Frank alls hins besta. Hans afrek hér eru ósnert og hann er alltaf velkominn á Stamford Bridge"

Lampard var stjóri Chelsea í 18 mánuði. Hann náði í 1,67 stig að meðaltali í leik sem er það fjórða minnsta sem fastráðinn stjóri Chelsea hefur fengið í úrvalsdeildinni. Síðan Abramovich eignaðist félagið hefur bara Andre Villas-Boas (47,5%) verra sigurhlutfall í öllum keppnum en Lampard (52.4%).

Ekki er búið að ganga frá því hver muni taka við af Lampard en enskir fjölmiðlar fullyrða að Thomas Tuchel, fyrrum stjóri PSG og Dortmund, verði ráðinn.




Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner