banner
   mán 25. janúar 2021 11:44
Magnús Már Einarsson
Rúnar á reynslu hjá Sirius
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Þór Sigurgeirsson, vinstri bakvörður Keflvíkinga, er á reynslu hjá Sirius í sænsku úrvalsdeildinni.

Rúnar verður næstu tíu dagana á reynslu hjá Sirius og mun spila æfingaleik gegn Gefle um næstu helgi.

Í síðustu viku greindi Fótbolti.net frá því að FH og Valur hafi áhuga á að fá Rúnar í sínar raðir.

Rúnar hjálpaði Keflavík að vinna Lengjudeildina á síðasta tímabili.

Rúnar hefur verið lykilmaður hjá Keflvíkingum, hann var valinn á bekkinn í liði ársins í 1. deildinni 2019 og var svo í úrvalsliðinu á síðasta ári.

Hann er 21 árs gamall og var valinn í U21 landsliðshóp í fyrra en hefur ekki leikið fyrir yngri landsliðin.


Athugasemdir
banner
banner