Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 25. janúar 2021 23:10
Brynjar Ingi Erluson
Stjóri Wycombe: Þeir eru nógu góðir til að halda sér uppi
Hinn afar hárprúði knattspyrnustjóri, Gareth Ainsworth, var ánægður með framlag Wycombe Wanderers í 4-1 tapinu gegn Tottenham í enska bikarnum.

B-deildarlið Wycombe komst yfir gegn Tottenham á Adams Park-leikvanginum en Gareth Bale tókst að jafna undir lok fyrri hálfleiksins.

Tottenham skoraði þrjú mörk til viðbótar undir lokin en lið Wycombe hafði spilað mjög vel fram að mörkunum.

„Úrslitin gefa ekki alveg rétta mynd af leiknum þó liðið þeirra hafi verið frábært í lokin. Ég er upp með mér að þeir hafi sett nokkur stór nöfn inná til að komast yfir í leiknum," sagði Ainsworth.

„Við litum út fyrir að vera þreyttir en við gáfum allt í þetta og þetta er ekkert til að skammast sín fyrir. Ég er afar stoltur af þeim og við getum tekið mikið úr þessari viðureign."

„Við höfum bara æft í einn dag af síðustu átta og það hafði svolítil áhrif og okkur vantaði nokkra lykilmenn en ég ætla ekki að vera með afsakanir. Við vorum inn í þessum leik í 85 mínútur en þriðja og fjórða markið drap þetta. Við munum halda áfram og þó svo það verði ekki í enska bikarnum þá er ég ákveðinn í að halda þessu liði upp í B-deildinni."

„Við verðum að taka það jákvæða úr þessum leik. Ég ætla að segja strákunum mínum að þeir eru nógu góðir til að halda sér uppi í deildinni,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner