Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 25. janúar 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristian framlengir við Ajax - „Næst er að spila og skora í deildinni"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristian Nökkvi Hlynsson varð átján ára fyrr í þessari viku og fagnar því með nýjum samningi hjá Ajax. Kristian er einn efnilegasti leikmaður okkar Íslendinga og hefur þegar komið við sögu í tveimur keppnisleikjum með aðalliði hollenska stórveldisins.

Kristian er uppalinn í Þór og Breiðabliki hér á Íslandi og á að baki leiki fyrir öll yngri landsliðin. Hann kom við sögu í einum leik sumarið 2019 með Breiðabliki og hélt svo til Hollands um veturinn.

Kristian hefur skorað í báðum keppnisleikjunum með Ajax, í síðustu tveimur leikjum liðsins í bikarkeppninni.

Nýi samningur hans við Ajax gildir fram á sumarið 2026, spennandi tímar framunda hjá Kristian! Hann segist hafa vitað af því að það væri samningstilboð á leiðinni.

„Ég er mjög ánægður að geta fagnað þessu með föður mínum. Fjölskyldan er stolt af mér. Mér finnst líka frábært að félagið hafi trú á mér. Næsta skref er að spila fyrsta leikinn í Eredivisie og skora þar," sagði Kristian og hló. „Ég vil líka skora með Jon Ajax. Í kjölfarið vil ég svo leika minn fyrsta A-landsleik," sagði Kristian.

Sjá einnig:
Kristian átti ekki að taka vítið og skipti um skoðun á punktinum


Athugasemdir
banner
banner
banner