Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 25. janúar 2023 18:37
Brynjar Ingi Erluson
Arnautovic til Everton?
Marko Arnautovic
Marko Arnautovic
Mynd: Getty Images
Everton hefur áhuga á því að fá Marko Arnautovic, framherja Bologna, í þessum glugga. Þetta kemur fram í grein Telegraph.

Enska félagið er að ganga í gegnum erfiða krísu. Frank Lampard var látinn taka poka sinn á dögunum eftir slakan árangur í deildinni á þessari leiktíð.

Liðið er í fallsæti og hefur ekki unnið leik síðan í október. Stuðningsmenn félagsins hafa fengið sig fullsadda á vinnubrögðum stjórnarinnar og krefjast svara. Farhad Moshiri, eigandi Everton, virðist hafa komið með svarið í dag, en Everton er nú til sölu fyrir 500 milljónir punda.

Fall blasir við félaginu en það verður þó reynt að styrkja hópinn til að koma í veg fyrir það. Anthony Gordon gæti verið á leið til Newcastle fyrir 60 milljónir punda og ætti því að skapast eitthvað fjármagn til að fá inn nýja menn.

Austurríski framherjinn Marko Arnautovic er ofarlega á blaði en hann er með 22 mörk í 47 deildarleikjum með félaginu. Framherjinn var orðaður við Manchester United síðasta sumar en það varð ekkert af þeim skiptum.

Hann er sagður opinn fyrir því að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina en hann spilaði áður fyrir Stoke City og West Ham. Joao Pedro, framherji Watford, er einnig á blaði hjá Everton.
Athugasemdir
banner
banner