mið 25. janúar 2023 12:09
Elvar Geir Magnússon
Everton hefur ekki sett sig í samband við Stóra Sam
Stóri Sam Allardyce.
Stóri Sam Allardyce.
Mynd: Getty Images
Stóri Sam Allardyce er eitt þeirra nafna sem hafa verið nefnd í umræðunni um næsta stjóra Everton.

Vangaveltur hafa verið um hvort Everton gæti ráðið Stóra Sam út tímabilið ef það nær ekki á þessum tímapunkti að fá neinn af þeim kostum sem félagið hefur áhuga á.

Stóri Sam er þekktur fyrir að koma til bjargar þegar lið eru í fallhættu en Everton situr í nítjánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er í stjóraleit eftir að Frank Lampard var rekinn.

Everton endaði í áttunda sæti undir stjórn Stóra Sam 2018 en liðið hefur ekki endað ofar síðan.

Hann var þó ekki sérstaklega vinsæll meðal stuðningsmanna Everton og Simon Stone, fréttamaður BBC, segir að Everton hafi ekki haft samband.

Marcelo Bielsa og Sean Dyche eru enn efstir hjá veðbönkum yfir næsta stjóra Everton. Ralph Hasenhuttl er nú kominn í þriðja sæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner