Man Utd íhugar að gera 40 milljóna punda tilboð í Delap - Liverpool tilbúið að bjóða Nunez upp í Isak - Tottenham horfir til stjóra Bournemouth
   lau 25. janúar 2025 18:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Slot um Salah: Gaman að tala um eitthvað annað en samningamál
Mynd: EPA
Arne Slot, stjóri Liverpool, hrósaði Mohamed Salah, sem rennur út á samningi hjá Liverpool eftir tímabilið, fyrir frammistöðu sína gegn Ipswich í dag.

Salah skoraði eitt af fjórum mörkum liðsins en Slot hrósaði ekki sóknarleiknum hans.

„Það er gaman að tala um þetta því maður talar yfirleitt um samningamál eða mörk hjá Salah," sagði Slot.

„Það stóð upp úr hjá mér (varnarleikurinn) því það var augnablik sem við gátum öll séð. Í hvert sinn sem við töpuðum boltanum sá ég leikmennina bregðast vel við."
Athugasemdir
banner
banner