þri 25. febrúar 2020 17:30
Magnús Már Einarsson
Björninn vetrarmótsmeistari 2020
Björninn eftir sigurinn í gær.
Björninn eftir sigurinn í gær.
Mynd: Björninn
Björninn úr Grafarvogi varð í gærkvöld Vetramótsmeistari 2020 eftir 2-1 sigur á Mídas í úrslitaleiknum á gervigrasvellinum í Fagralundi.

Björninn komst 2-0 yfir með mörkum Magnúsar Stefánssonar og í seinni hálfleik minnkaði Sveinn Smári Leifsson muninn fyrir Mídas.

Vetramótið var tilraunaverkefni sem hefur heppnast nokkuð vel og er markmiðið að halda þetta mót aftur á næsta ári, og gera það en stærsta, betra og með fleiri liðum og riðlum.

Markmiðið mótsins var að hafa fleiri leiki fyrir neðrideildar lið á undirbúningstímabilinu sem og að búra bilið fram að Lengjubikar.

Vanalega spila 4.deildar lið í kringum 20 leiki á keppnistímabilinu þá með talið Lengjubikar, Mjólkurbikar og Íslandsmótið en með að bæta Vetramótinu við þá fá liðin 5-7 aukaleiki sem er kærkomið til að lengja keppnistímabilið í neðri deildum en frekar.

Þetta mót var skipulagt og haldið af Knattspyrnufélaginu Ísbjörninn sem einnig leikur í 4.deild. Það voru 12 lið sem tóku þátt í mótinu í ár og það var leikið í tveimur riðlum.

Mótið var styrkt af eftirtöldum fyrirtækjum: Byko, Almar bakari, Nýbyggingar og viðhald ehf og Sumac grill + drink.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner