Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 25. febrúar 2020 12:40
Magnús Már Einarsson
Breiðablik hagnaðist á innkomu Andra Fannars
Andri Fannar Baldursson.
Andri Fannar Baldursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fær bónusgreiðslur frá ítalska félaginu Bologna eftir að hinn 18 ára gamli Andri Fannar Baldursson spilaði sinn fyrsta leik í Serie A um helgina.

Dr. Football talaði um málið í gær og 433.is segir að greiðslan sé vel yfir tíu milljónir króna.

Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, vildi ekki tjá sig um upphæðina en staðfesti að félagið fái milljónir eftir innkomu Andra.

„Við fengum smá pening í kassann, það er ekkert launangarmál. Það er smá búbót til okkar samkvæmt samningi sem við gerðum ef hann myndi spila í Serie A," sagði Eysteinn við Fótbolta.net í dag.

Andri Fannar kom inn á sem varamaður snemma í síðari hálfleik í 1-1 jafntefli Bologna og Udinese um síðustu helgi.

Sjá einnig:
Andri sá yngsti í topp fimm deildunum - Fékk smá hnút í magann
Andri Fannar: Ánægður með frumraun mína
Athugasemdir
banner
banner
banner