Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 25. febrúar 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gattuso segir að það sé ekki hægt að stöðva Messi
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Gennaro Gattuso, þjálfari Napoli, segir að ekki sé hægt að stöðva Lionel Messi. Napoli mætir Messi og félögum í Barcelona í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn fer fram á Ítalíu á heimavelli Napoli.

Gattuso fær það erfiða verkefni að reyna að finna leið til að stöðva Messi, en hann segir að það sé einfaldlega ekki hægt.

„Þú getur ekki stöðvað Messi," sagði Gattuso við fjölmiðlamenn. „En leikmennirnir mínir verða að reyna."

„Við erum að spila gegn Barcelona, ekki bara Messi. Það er ekki skynsamlegt að hafa einhvern einn leikmann að dekka Messi. Við munum reyna einhverja hluti og sjá hvað gerist."

Gattuso segir að Messi sé góð fyrirmynd. „Hann er leikmaður sem krakkar eiga að fylgjast með, hann segir aldrei neitt óviðeigandi. Hann gerir bara hluti sem þú sérð í PlayStation."

Napoli kemur inn í þennan leik í góðu skapi eftir að hafa unnið sex leiki af síðustu sjö í öllum keppnum.

Það eru hins vegar vond tíðindi fyrir Napoli að Messi kemur inn í þennan leik í góðum gír eftir að hafa skorað fernu í 5-0 sigri Börsunga á Eibar í spænsku úrvalsdeildinni á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner