Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 25. febrúar 2024 15:45
Aksentije Milisic
Gísli skoraði sitt fyrsta mark fyrir Halmstad - Alfons hafði betur gegn Willum
Mynd: Halmstad

Spilað var í sænska bikarnum í dag en Halmstad gerði 1-1 jafntefli gegn Trelleborg. Gísli Eyjólfsson kom inn á í leiknum á 66. mínútu og jafnaði stuttu síðar með sínu fyrsta marki fyrir félagið.


Birnir Snær Ingason var í byrjunarliði Halmstad í leiknum og spilaði hann 85. mínútur.

Þá spilaði Kolbeinn Þórðarson 88. mínútur þegar Gautaborg vann 1-0 sigur á Skövde í bikarnum en Guðmundur Baldvin Nökkvason var ónotaður varamaður hjá Mjallby sem vann 2-0 sigur á Vasteras.

Í hollensku deildinni áttust við Twente og Go Ahead Eagles. Alfons Sampsted kom inn á fyrir Twente undir lok leiks en Willum Þór Willumsson spilaði allan leikinn fyrir GAE. Leiknum lauk með sannfærandi sigri Twente með þremur mörkum gegn engu.

Twente er í þriðja sæti deildarinnar en GAE í því sjötta.

Þá var Íslendingaslagur í þýsku B-deildinni þar sem Fortuna Dusseldorf og Hansa Rostock áttust við. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn af bekknum í síðari hálfleik hjá heimamönnum sem unnu leikinn með tveimur mörkum gegn engu.

Sveinn Aron Guðjohnsen kom einnig inn á í síðari hálfleiknum og spilaði rúmar tíu mínútur fyrir gestina. Hansa Rostock er í næst neðsta sæti deildarinnar en Fortuna Dusseldorf er í því sjöunda.


Athugasemdir
banner
banner
banner