Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 25. mars 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Stefna á að klára deildirnar fyrir 30. júní
Úr leik á Englandi.
Úr leik á Englandi.
Mynd: Getty Images
Forráðamenn stærstu deilda í Evrópu vonast ennþá til að deildarkeppnirnar nái að klárast fyrir 30. júní næstkomandi.

Forráðamenn stærstu deildanna funduðu í gær og þar kom þetta fram.

Hlé er í öllum deildum í augnablikinu vegna kórónuveirunnar og óvíst er hvenær byrjað verður að spila á ný.

EM 2020 var frestað þar til næsta sumar og spilað verður þétt í deildarkeppnum þegar boltinn byrjar að rúlla á ný.

Forráðamenn félaga vonast ennþá til að hægt verði að klára allar deildarkeppnir fyrir 30. júní en einnig þarf að koma fyrir leikjum í Meistara og Evrópudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner