Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   fim 25. mars 2021 17:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gríðarlegur hraði í þýska liðinu - Betra ef Kroos hefði verið með?
Icelandair
Hannes Sigurðsson.
Hannes Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrrum landsliðsmaðurinn Hannes Þorsteinn Sigurðsson er sérfræðingur Fótbolta.net í Duisburg. Íslenska landsliðið mun klukkan 19:45 í kvöld mæta Þýskalandi í fyrsta leik liðsins í undankeppninni fyrir HM í Katar.

Nálgast má beina textalýsingu frá leiknum hérna.

„Það er náttúrulega þannig að þeir hafa fengið lítinn tíma til að vinna saman; þetta er fyrsta ferðin og það er í mörg horn að líta. Þetta er ekki auðveldasti andstæðingurinn að fá í fyrsta leik," sagði Hannes sem hefur starfað við þjálfun í Þýskalandi.

„Ég held að þeir muni leggja mikla áherslu á varnarleikinn, ég geri ekki ráð fyrir því að við verðum mikið með boltann í kvöld. Það sem við þurfum að passa okkur á er svæðið fyrir aftan vörnina. Við erum að spila á móti einu hraðasta sóknarliði sem til er með Gnabry, Sane og Werner. Við getum ekki gefið þeim neitt svæði fyrir aftan."

Hannes telur það best ef íslenska liðið reynir að sjá til þess að miðverðir Þýskalands beri boltann upp og reyni lykilsendingar.

„Það hafa aðrar þjóðir gert hingað til. Á HM 2018 fór Boateng mikið upp með boltann á meðan þú varst með Kroos og aðra leikmenn sem komust ekki í færi til að stjórna leiknum. Ég held að það sé líklegt plan hjá Arnari. Sóknarlega einblínum við á föst leikatriði og skyndisóknir þegar færi gefst."

Hannes telur að spilið verði hraðara hjá Þjóðverjum þar sem Toni Kroos, miðjumaður Real Madrid er ekki með í kvöld

„Það hljómar kannski undarlega en ég held að það hjálpi liðinu. Það dregur ansi mikið úr tempóinu þegar hann er inn á vellinum. Það hentar okkur ekkert sérstaklega vel, það hefði kannski bara verið betra að hafa Kroos með. Við sjáum hvernig þeir leysa þetta," sagði Hannes en hann spáir jafntefli í kvöld.

„Ég er meira að segja þetta með hjartanu en eitthvað annað."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner