Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   fim 25. mars 2021 17:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gríðarlegur hraði í þýska liðinu - Betra ef Kroos hefði verið með?
Icelandair
Hannes Sigurðsson.
Hannes Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrrum landsliðsmaðurinn Hannes Þorsteinn Sigurðsson er sérfræðingur Fótbolta.net í Duisburg. Íslenska landsliðið mun klukkan 19:45 í kvöld mæta Þýskalandi í fyrsta leik liðsins í undankeppninni fyrir HM í Katar.

Nálgast má beina textalýsingu frá leiknum hérna.

„Það er náttúrulega þannig að þeir hafa fengið lítinn tíma til að vinna saman; þetta er fyrsta ferðin og það er í mörg horn að líta. Þetta er ekki auðveldasti andstæðingurinn að fá í fyrsta leik," sagði Hannes sem hefur starfað við þjálfun í Þýskalandi.

„Ég held að þeir muni leggja mikla áherslu á varnarleikinn, ég geri ekki ráð fyrir því að við verðum mikið með boltann í kvöld. Það sem við þurfum að passa okkur á er svæðið fyrir aftan vörnina. Við erum að spila á móti einu hraðasta sóknarliði sem til er með Gnabry, Sane og Werner. Við getum ekki gefið þeim neitt svæði fyrir aftan."

Hannes telur það best ef íslenska liðið reynir að sjá til þess að miðverðir Þýskalands beri boltann upp og reyni lykilsendingar.

„Það hafa aðrar þjóðir gert hingað til. Á HM 2018 fór Boateng mikið upp með boltann á meðan þú varst með Kroos og aðra leikmenn sem komust ekki í færi til að stjórna leiknum. Ég held að það sé líklegt plan hjá Arnari. Sóknarlega einblínum við á föst leikatriði og skyndisóknir þegar færi gefst."

Hannes telur að spilið verði hraðara hjá Þjóðverjum þar sem Toni Kroos, miðjumaður Real Madrid er ekki með í kvöld

„Það hljómar kannski undarlega en ég held að það hjálpi liðinu. Það dregur ansi mikið úr tempóinu þegar hann er inn á vellinum. Það hentar okkur ekkert sérstaklega vel, það hefði kannski bara verið betra að hafa Kroos með. Við sjáum hvernig þeir leysa þetta," sagði Hannes en hann spáir jafntefli í kvöld.

„Ég er meira að segja þetta með hjartanu en eitthvað annað."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner