Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 25. mars 2021 17:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gríðarlegur hraði í þýska liðinu - Betra ef Kroos hefði verið með?
Icelandair
Hannes Sigurðsson.
Hannes Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrrum landsliðsmaðurinn Hannes Þorsteinn Sigurðsson er sérfræðingur Fótbolta.net í Duisburg. Íslenska landsliðið mun klukkan 19:45 í kvöld mæta Þýskalandi í fyrsta leik liðsins í undankeppninni fyrir HM í Katar.

Nálgast má beina textalýsingu frá leiknum hérna.

„Það er náttúrulega þannig að þeir hafa fengið lítinn tíma til að vinna saman; þetta er fyrsta ferðin og það er í mörg horn að líta. Þetta er ekki auðveldasti andstæðingurinn að fá í fyrsta leik," sagði Hannes sem hefur starfað við þjálfun í Þýskalandi.

„Ég held að þeir muni leggja mikla áherslu á varnarleikinn, ég geri ekki ráð fyrir því að við verðum mikið með boltann í kvöld. Það sem við þurfum að passa okkur á er svæðið fyrir aftan vörnina. Við erum að spila á móti einu hraðasta sóknarliði sem til er með Gnabry, Sane og Werner. Við getum ekki gefið þeim neitt svæði fyrir aftan."

Hannes telur það best ef íslenska liðið reynir að sjá til þess að miðverðir Þýskalands beri boltann upp og reyni lykilsendingar.

„Það hafa aðrar þjóðir gert hingað til. Á HM 2018 fór Boateng mikið upp með boltann á meðan þú varst með Kroos og aðra leikmenn sem komust ekki í færi til að stjórna leiknum. Ég held að það sé líklegt plan hjá Arnari. Sóknarlega einblínum við á föst leikatriði og skyndisóknir þegar færi gefst."

Hannes telur að spilið verði hraðara hjá Þjóðverjum þar sem Toni Kroos, miðjumaður Real Madrid er ekki með í kvöld

„Það hljómar kannski undarlega en ég held að það hjálpi liðinu. Það dregur ansi mikið úr tempóinu þegar hann er inn á vellinum. Það hentar okkur ekkert sérstaklega vel, það hefði kannski bara verið betra að hafa Kroos með. Við sjáum hvernig þeir leysa þetta," sagði Hannes en hann spáir jafntefli í kvöld.

„Ég er meira að segja þetta með hjartanu en eitthvað annað."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner