Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   fim 25. mars 2021 17:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gríðarlegur hraði í þýska liðinu - Betra ef Kroos hefði verið með?
Icelandair
Hannes Sigurðsson.
Hannes Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leroy Sane er gríðarlega snöggur.
Leroy Sane er gríðarlega snöggur.
Mynd: Getty Images
Fyrrum landsliðsmaðurinn Hannes Þorsteinn Sigurðsson er sérfræðingur Fótbolta.net í Duisburg. Íslenska landsliðið mun klukkan 19:45 í kvöld mæta Þýskalandi í fyrsta leik liðsins í undankeppninni fyrir HM í Katar.

Nálgast má beina textalýsingu frá leiknum hérna.

„Það er náttúrulega þannig að þeir hafa fengið lítinn tíma til að vinna saman; þetta er fyrsta ferðin og það er í mörg horn að líta. Þetta er ekki auðveldasti andstæðingurinn að fá í fyrsta leik," sagði Hannes sem hefur starfað við þjálfun í Þýskalandi.

„Ég held að þeir muni leggja mikla áherslu á varnarleikinn, ég geri ekki ráð fyrir því að við verðum mikið með boltann í kvöld. Það sem við þurfum að passa okkur á er svæðið fyrir aftan vörnina. Við erum að spila á móti einu hraðasta sóknarliði sem til er með Gnabry, Sane og Werner. Við getum ekki gefið þeim neitt svæði fyrir aftan."

Hannes telur það best ef íslenska liðið reynir að sjá til þess að miðverðir Þýskalands beri boltann upp og reyni lykilsendingar.

„Það hafa aðrar þjóðir gert hingað til. Á HM 2018 fór Boateng mikið upp með boltann á meðan þú varst með Kroos og aðra leikmenn sem komust ekki í færi til að stjórna leiknum. Ég held að það sé líklegt plan hjá Arnari. Sóknarlega einblínum við á föst leikatriði og skyndisóknir þegar færi gefst."

Hannes telur að spilið verði hraðara hjá Þjóðverjum þar sem Toni Kroos, miðjumaður Real Madrid er ekki með í kvöld

„Það hljómar kannski undarlega en ég held að það hjálpi liðinu. Það dregur ansi mikið úr tempóinu þegar hann er inn á vellinum. Það hentar okkur ekkert sérstaklega vel, það hefði kannski bara verið betra að hafa Kroos með. Við sjáum hvernig þeir leysa þetta," sagði Hannes en hann spáir jafntefli í kvöld.

„Ég er meira að segja þetta með hjartanu en eitthvað annað."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner