Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 25. mars 2021 17:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gríðarlegur hraði í þýska liðinu - Betra ef Kroos hefði verið með?
Icelandair
Hannes Sigurðsson.
Hannes Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrrum landsliðsmaðurinn Hannes Þorsteinn Sigurðsson er sérfræðingur Fótbolta.net í Duisburg. Íslenska landsliðið mun klukkan 19:45 í kvöld mæta Þýskalandi í fyrsta leik liðsins í undankeppninni fyrir HM í Katar.

Nálgast má beina textalýsingu frá leiknum hérna.

„Það er náttúrulega þannig að þeir hafa fengið lítinn tíma til að vinna saman; þetta er fyrsta ferðin og það er í mörg horn að líta. Þetta er ekki auðveldasti andstæðingurinn að fá í fyrsta leik," sagði Hannes sem hefur starfað við þjálfun í Þýskalandi.

„Ég held að þeir muni leggja mikla áherslu á varnarleikinn, ég geri ekki ráð fyrir því að við verðum mikið með boltann í kvöld. Það sem við þurfum að passa okkur á er svæðið fyrir aftan vörnina. Við erum að spila á móti einu hraðasta sóknarliði sem til er með Gnabry, Sane og Werner. Við getum ekki gefið þeim neitt svæði fyrir aftan."

Hannes telur það best ef íslenska liðið reynir að sjá til þess að miðverðir Þýskalands beri boltann upp og reyni lykilsendingar.

„Það hafa aðrar þjóðir gert hingað til. Á HM 2018 fór Boateng mikið upp með boltann á meðan þú varst með Kroos og aðra leikmenn sem komust ekki í færi til að stjórna leiknum. Ég held að það sé líklegt plan hjá Arnari. Sóknarlega einblínum við á föst leikatriði og skyndisóknir þegar færi gefst."

Hannes telur að spilið verði hraðara hjá Þjóðverjum þar sem Toni Kroos, miðjumaður Real Madrid er ekki með í kvöld

„Það hljómar kannski undarlega en ég held að það hjálpi liðinu. Það dregur ansi mikið úr tempóinu þegar hann er inn á vellinum. Það hentar okkur ekkert sérstaklega vel, það hefði kannski bara verið betra að hafa Kroos með. Við sjáum hvernig þeir leysa þetta," sagði Hannes en hann spáir jafntefli í kvöld.

„Ég er meira að segja þetta með hjartanu en eitthvað annað."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner