Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. mars 2023 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
U17 náði jafntefli gegn Wales
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Wales U17 1 - 1 Ísland U17
1-0 Alfie Tuck ('31)
1-1 Daníel Ingi Jóhannesson ('52)


Íslenska U17 ára karlalandsliðið er að spila í milliriðli í Wales í undankeppni fyrir næsta Evrópumót.

Strákarnir byrjuðu á markalausu janftefli gegn Svartfjallalandi í vikunni og spiluðu svo við heimamenn í Wales í dag og lentu undir eftir hálftíma, þegar Alfie Tuck skoraði.

Walesverjar leiddu í hálfleik en Daníel Ingi Jóhannesson, 15 ára Skagamaður, jafnaði í upphafi síðari hálfleiks.

Staðan hélst 1-1 allt til lokaflautsins og er Ísland því með tvö stig eftir tvær umferðir. Wales er á toppi riðilsins með fjögur stig og eru Skotar í öðru sæti með þrjú stig.

Ísland þarf því sigur í lokaumferðinni gegn Skotlandi til að tryggja sér eitt af tveimur efstu sætum riðilsins. Liðin mætast næsta þriðjudag.

Staðan í riðlinum:
1. Wales 4 stig
2. Skotland 3 stig
3. Ísland 2 stig
4. Svartfjallaland 1 stig


Athugasemdir
banner
banner
banner