Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 25. apríl 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Síðasta tyggjó Sir Alex Ferguson seldist fyrir 60 milljónir
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson er goðsögn í knattspyrnuheiminum eftir að hafa gert Manchester United að einu mesta stórveldi í sögu enskrar knattspyrnu.

Hann var frægur fyrir ýmsa hluti, þar á meðal að vera seigur að vinna stig í uppbótartíma og fyrir að vera stöðugt að tyggja tyggigúmmí.

Man Utd halaði inn það mörgum stigum í uppbótartíma að hann er oft kallaður 'Fergie-time' enn í dag.

Í dag er það þó tyggigúmmíið sem er fréttvænt vegna þess að síðasta tyggjóið sem Ferguson tuggði á ferli sínum sem knattspyrnustjóri Man Utd seldist á rúmlega 60 milljónir íslenskra króna á eBay á dögunum. Allur ágóðinn var látinn renna til Man Utd Foundation Charity.

Tyggjóið var tekið upp af Hawthorns leikvangi West Bromwich Albion eftir magnaðan leik sem lauk með 5-5 jafntefli. Man Utd hafði komist í 3-0 og 5-2 en ungur framherji frá Belgíu kom inn af bekknum og skoraði þrennu. Sá framherji heitir Romelu Lukaku og leikur fyrir Man Utd í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner