Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 25. apríl 2020 14:30
Fótbolti.net
„I score and you run''
Danka Podovac átti glæsilegan feril á Íslandi og varð Íslandsmeistari í tvígang
Danka Podovac átti glæsilegan feril á Íslandi og varð Íslandsmeistari í tvígang
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í nýjasta þætti Heimavallarins eru bestu erlendu leikmennirnir sem spilað hafa í efstu deild hér á Íslandi til umræðu. Ein þeirra sem rætt er um er Danka Podovac, serbnesk landsliðskona sem síðar fékk íslenskan ríkisborgararétt. Danka spilaði níu tímabil á Íslandi. Lék 155 leiki, skoraði 90 mörk og varð Íslandsmeistari í tvígang. Hún lék með Fylki, ÍBV, Keflavík, Þór/KA og Stjörnunni en Sandra Sigurðardóttir, gestur Heimavallarins, var einmitt liðsfélagi Dönku hjá Stjörnunni þar sem þær urðu saman Íslandsmeistarar sumurin 2013 og 2014.

„Það var styrkur í Dönku. Danka var mjög góður leikmaður. Klók, með góða sýn og góðan fót,“ sagði Sandra um fyrrum liðsfélaga sinn.

„Hún elskaði svosem ekkert að hlaupa of mikið eða hafa of mikið fyrir hlutunum. Þetta átti bara að vera easy,“ bætti Sandra við kímin. „Eitt af því sem gerði hana góða var að aðrir leikmenn fóru að vinna meira, hvort sem að þeir sáu það eða voru með klókan þjálfara,“ sagði Sandra en Þorlákur Árnason þjálfaði Stjörnuliðið á þessum tíma og tókst að búa til mjög skipulagt lið.

Sandra rifjaði svo upp skemmtilegar sögur af hinni mögnuðu Dönku sem fór sínar eigin leiðir.

„Danka lét líka leikmenn eins og Öddu (Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur) heyra það. Sagði við hana „Adda, I score and you run”. Adda var alveg til í það. Sagði bara „allt í lagi Danka mín, ég geri það bara”. Og það virkaði.“

Danka var líka meira fyrir að æfa með bolta heldur en í lyftingasalnum.

„Ég held að það sé óhætt að segja það að hún var aldrei að fara að afreka neitt í ólympískum lyftingum. Það mesta sem hún tók var líklega kústskaftið sem var úti í horni. Þetta var ekki fyrir hana. Danka fór sínar leiðir,“ sagði Sandra létt að lokum um þennan fyrrum liðsfélaga sinn og magnaða leikmann sem lífgaði aldeilis upp á íslenska boltann með hæfileikum sínum og karakter.
Heimavöllurinn - Tilbúin í sitt tuttugasta tímabil
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner