Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   þri 25. apríl 2023 22:10
Stefán Marteinn Ólafsson
Arna Sif: Gott að byrja á sigri og að það hafi verið Breiðablik gerði það extra sætt
Kvenaboltinn
Arna Sif Ásgrímsdóttir leikmaður Vals
Arna Sif Ásgrímsdóttir leikmaður Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var sannkallaður stórslagur strax í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna þegar Íslands- og bikarmeistarar Vals  tóku á móti Breiðablik á Origo vellinum.

Báðum liðum er spáð góðu gengi í sumar og bar leikurinn merki þess efnis í kvöld þar sem ekkert var gefið eftir í miklum baráttuleik þar sem Valskonur höfðu betur með einu marki gegn engu.


Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Breiðablik

„Auðvitað bara geggjað að byrja á þremur stigum á móti eins góðu liði og Breiðablik er og ég er bara hrikalega ánægð með frammistöðuna í kvöld." Sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir varnarmaður Vals eftir leikinn í kvöld.

„Mér fannst við bara heilt yfir vera að spila góðan fótbolta og við vorum að gera þetta saman og verjast vel, við gáfum fá færi á okkur þannig að þetta er bara mjög góð byrjun." 

Eftir mikinn baráttu leik var það svo Anna Rakel Pétursdóttir sem tryggði Valskonum sigurinn.

„Þetta var ógeðslega sætt og Rakel vinsti bakvörðurinn okkar að lauma sér eitthvað þarna á fjær og eiga svo bara eitthvað draumamark að það er bara geðveikt og verðskuldað finnst mér."

Báðum liðum hefur verið spáð góðu gengi í sumar svo það var sterkt fyrir Val að hirða stig af Breiðablik strax í fyrstu umferð.

„Gott að byrja á sigri og að það hafi verið Breiðablik gerði það extra sætt þannig að við erum mjög glöð með þetta."

Nánar er rætt við Örnu Sif í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner