Það var sannkallaður stórslagur strax í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna þegar Íslands- og bikarmeistarar Vals tóku á móti Breiðablik á Origo vellinum.
Báðum liðum er spáð góðu gengi í sumar og bar leikurinn merki þess efnis í kvöld þar sem ekkert var gefið eftir í miklum baráttuleik þar sem Valskonur höfðu betur með einu marki gegn engu.
Lestu um leikinn: Valur 1 - 0 Breiðablik
„Auðvitað bara geggjað að byrja á þremur stigum á móti eins góðu liði og Breiðablik er og ég er bara hrikalega ánægð með frammistöðuna í kvöld." Sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir varnarmaður Vals eftir leikinn í kvöld.
„Mér fannst við bara heilt yfir vera að spila góðan fótbolta og við vorum að gera þetta saman og verjast vel, við gáfum fá færi á okkur þannig að þetta er bara mjög góð byrjun."
Eftir mikinn baráttu leik var það svo Anna Rakel Pétursdóttir sem tryggði Valskonum sigurinn.
„Þetta var ógeðslega sætt og Rakel vinsti bakvörðurinn okkar að lauma sér eitthvað þarna á fjær og eiga svo bara eitthvað draumamark að það er bara geðveikt og verðskuldað finnst mér."
Báðum liðum hefur verið spáð góðu gengi í sumar svo það var sterkt fyrir Val að hirða stig af Breiðablik strax í fyrstu umferð.
„Gott að byrja á sigri og að það hafi verið Breiðablik gerði það extra sætt þannig að við erum mjög glöð með þetta."
Nánar er rætt við Örnu Sif í spilaranum hér fyrir ofan.
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | |
























