Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. maí 2020 19:53
Brynjar Ingi Erluson
Douglas Costa var nálægt því að hætta í fótbolta
Douglas Costa
Douglas Costa
Mynd: Getty Images
Douglas Costa, leikmaður Juventus á Ítalíu, segir að hann hafi hugsað um að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla en hann ræðir þetta í The Players Tribune.

Costa hefur átt öflugan feril en hann hóf ferilinn hjá Gremio áður en hann var keyptur til Shakhtar í Úkraínu. Hann var þar partur af frábæru liði sem innihélt leikmenn á borð við Willian, Bernard, Fred og Fernandinho. Hann fór til Bayern München en var lánaður til Juventus árið 2017.

Juventus keypti hann ári síðar og hefur hann staðið sig afar vel á Ítalíu. Hann hefur glímt við erifð meiðsli á ferlinum og þurfti hann að vinna á andlegu hliðinni.

„Það komu tímar þar sem ég hugsaði hvort ég gæti haldið áfram. Ég fer út á völlinn og meiðist aftur og horfi svo á þetta í sjónvarpinu. Ég minni ig á að þetta er ástríða mín og ég get spilað á stóra sviðinu," sagði Costa.

„Þetta heldur mér á lífi. Ég átta mig á því að fótbolti er auðveldur fyrir mér en það hefur ekkert að gera með peninga eða að verða frægur."

„Marmkiðið er að njóta þess og skemmta sér. Það er markmiðið mitt. Ég er oft að grínast í Alex Sandro að ég á fleiri röntgen myndatökur á ferlinum en leiki."

„Fólk segir að ég hafi hæfileika til þess að verða einn sá besti í heimi en að meiðslin halda mér frá því. Það pirrar mig. Ég er með hæfileika til þess en ég stjórna því ekki hvað verður úr því."

„Ég spyr mig hvað ég hef gert rangt þegar ég meiðist og af hverju það er ekkert jafnvægi á leik mínum. Það særir mig og þess vegna bað ég um hjálp og ég veit ekki hvort þú hefur heyrt af svona geðþjálfara. Þetta er ekki sálfræðingur en þeir sýna þér að hlutir úr æsku geta haft áhrif á mann,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner