Liverpool vill Summerville - Newcastle reynir við landsliðsmenn - McKenna, Maresca og Frank á blaði Chelsea
banner
   fim 25. maí 2023 16:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ég er búinn að merkja inn á dagatalið hvenær sá leikur er"
Lengjudeildin
Hef alltaf borið hlýjar taugar til félagsins
Hef alltaf borið hlýjar taugar til félagsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég á Leikni mikið að þakka og þykir ótrúlega vænt um það félag
Ég á Leikni mikið að þakka og þykir ótrúlega vænt um það félag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Aðalsteinsson ákvað í vetur og söðla um eftir sex tímabil hjá Leikni. Bjarki er 31 árs miðvörður sem ákvað að semja við Grindavík í vetur.

„Mig langaði að prufa eitthvað nýtt, var búinn að vera lengi í Leikni. Ég á Leikni mikið að þakka og þykir ótrúlega vænt um það félag. En mér fannst vera kominn tími til að breyta til og fann fyrir metnaði í Grindavík, finn það núna að ég er að mynda samband við klúbbinn og hvað þetta er öflugt félag með stórt bakland. Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun," sagði Bjarki sem var til viðtals hér á Fótbolti.net í gær.

Hann segir að það hafi komið upp sá möguleiki að fara í lið í Bestu deildinni en „ekkert eitthvað sem mér fannst spennandi á þeim tíma."

Bjarki talar um metnaðinn í Grindavík, stefnan er sett upp úr Lengjudeildinni. „Það er ákveðinn léttir, þú veist að kröfurnar eru að fara upp og það léttir aðeins á manni, maður veit að maður fer í hvern leik og veit að maður á að vinna hann. Við erum með þannig hóp og þannig karaktera að við eigum að geta gert það. Það er heillandi og ákveðinn léttir á sama tíma."

Hann var spurður hvort það hefði verið einhver einn eða eitthvað eitt sem ýtti honum meira til Grindavíkur en annað.

„Félagið er sögufrægt, ég á sjálfur ættir að rekja til Grindavíkur og hef alltaf borið hlýjar taugar til félagsins. Svo þekki ég náttúrulega til Gauja (Guðjóns Péturs) og Einar Karl og Óskar voru mættir þarna rétt áður. Stjórnin er öflug og ætlar sér stóra hluti. Það var í raun ástæðan á bakvið þetta."

Bjarki segir að það verði skrítið að mæta Leikni í sumar. „Ég held það, sérstaklega skrítið að mæta aftur á Leiknisvöllinn. Ég er mjög spenntur fyrir því, átti sex frábær ár og tengdist félaginu ofboðslega vel. Ég er búinn að merkja inn á dagatalið hvenær sá leikur er (10. júní) og bíð spenntur eftir að mæta og heilsa upp á gamla félaga," sagði Bjarki að lokum.
Bestur í Mjólkurbikarnum: Öll Grindavíkurgildin komu í ljós
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner