Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 25. maí 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Milivojevic fer frá Palace eftir tímabilið (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Luka Milivojevic, fyrirliði Crystal Palace, mun yfirgefa félagið eftir þetta tímabil.

Serbneski miðjumaðurinn kom til Palace árið 2017 frá gríska félaginu Olympiakos og hefur síðan þá spilað 198 leiki fyrir Palace.

Hann er þá þriðji markahæsti leikmaður félagsins í ensku úrvalsdeildinni á eftir þeim Christian Benteke og Wilfried Zaha ásamt því að hafa borið fyrirliðabandið síðustu fimm ár.

Palace tilkynnti á heimasíðu sinni í gær að hann væri á förum eftir þetta tímabil en samningur hans rennur út í sumar.

„Það hafa verið algjör forréttindi að eyða næstum því sjö árum hjá svona sérstöku félagi. Ég vil þakka öllum stjórunum, þjálfurunum og starfsliðinu sem gerðu dvöl mína notalega. Ef ég horfi á félagið núna og frá því kom fyrst þá sé ég lið með mikinn metnað til að ná lengra og get ég fullvissað ykkur um það að ég mun fylgjast með liðinu úr fjarlægð.“

„Til stuðningsmanna félagsins vil ég segja að það er eitthvað svo sérstakt við Selhurst Park og hvernig þið sýnduð mér stuðning á vellinum, hvort sem við vorum að vinna eða tapa og það er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Það að spila í ensku úrvalsdeildinni er draumur hvers leikmanns og að gera það með Crystal Palace í svona langan tíma hefur verið heiður. Ég vona að mér hafi tekist að gera ykkur stolt,“
sagði Milivojevic.
Athugasemdir
banner
banner
banner