Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
Davíð Smári eftir fyrsta sigurinn: Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu
„Þú hefur daginn í dag til að fara heim að grenja svo áfram gakk"
Sjáðu fallegt mark Björns Daníels - „Tók hann bara í fyrsta og sem betur fer fór hann inn“
Hetja Framara valdi félagið fram yfir FH - „Getur ekki orðið betra"
Engar afsakanir hjá Gregg Ryder - „Spilum á heimavelli í næsta leik"
Hlegið þegar Rúnar mismælti sig - „Öskraði KR og KR fékk innkastið"
Ómar Ingi: Þeir voru ekki á þeim buxunum að hleypa okkur neitt
   fim 25. maí 2023 22:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Óskar Hrafn: Erum núna farnir að labba án þess að nota staf
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Valsmönnum í kvöld á Kópavogsvelli þegar fyrsti leikur 13.umferðar Bestu deildarinnar fór fram rúmlega mánuði á undan restinni af umferðinni.

Leikur Breiðabliks og Vals var færður framar til að koma til móts við Breiðablik sem verður að spila í evrópukeppni þegar 13.umferðin fer fram.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

„Mjög sáttur við frammistöðuna, mér fannst hún öflug og mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda og ég held að enginn geti sagt neitt annað en að þessi sigur hafi verið sanngjarn." Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld. 

„Valsliðið er sterkt og það að ná einhvernveginn að loka á þá í 90 mín er erfitt og krefst mikillar vinnu, mikils dugnaðar og einbeitingar. Mér fannst við gera það og ég er mjög stoltur af liðinu." 

Það var mikið um stopp í leiknum en Óskari Hrafn fannst leikurinn samt sem áður mjög góður.

„Mér fannst þetta góður leikur, mér fannst þetta vera að einhverju leiti taktískur leikur, mér fannst mikið af góðum fótboltamönnum á vellinum. Þetta dró kannski aðeins úr tempóinu og stundum fannst manni stoppin vera óþarflega löng og mörg. Mikið dæmt og mikið flautað. Ég ætla samt ekkert að standa hér og kvarta yfir því, þetta er bara eins og þetta er. Það er ef það er skoðað þá er dauður tími í Íslenskum fótbolta meiri heldur en í öðrum deildum sem er eitthvað sem menn ættu kannski að skoða." 

Nánar er rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner