Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   lau 25. maí 2024 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea yfir sig hrifnir af Ibrahim Hafiz
Mynd: Getty Images
Chelsea er að vinna hörðum höndum að því að ganga frá félagsskiptum á nígeríska framherjanum Ibrahim Hafiz, sem gerði flotta hluti á reynslu með enska stórveldinu í vor.

Hafiz er 18 ára gamall og hreif þjálfarateymi Chelsea í mars. Táningurinn var að ganga til liðs við Bodö/Glimt í norska boltanum þegar Chelsea stal honum á síðustu stundu.

Chelsea er í viðræðum við Ojodu City Academy í Nígeríu um að ganga frá kaupum á Hafiz.

Mögulegt er að franska félagið Strasbourg, systurfélag Chelsea undir sama eignarhaldi, kaupi Hafiz og selji hann svo til Chelsea í framtíðinni. Þá er einnig mögulegt að Chelsea kaupi framherjann og láni hann svo út til Strasbourg.

   30.03.2024 08:30
Chelsea stal táningi undan nefinu á Bodö/Glimt

Athugasemdir
banner
banner
banner