Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   lau 25. maí 2024 19:26
Sverrir Örn Einarsson
Ólafur Kristjáns: Annaðhvort skríður þú undir stein og felur þig eða ferð upp á steininn
Kvenaboltinn
Ólafur Kristjánsson hefur ekki haft margar ástæður til þess að brosa í deildinni síðustu vikur
Ólafur Kristjánsson hefur ekki haft margar ástæður til þess að brosa í deildinni síðustu vikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það sem mér fannst fara úrskeiðis var að aðstæðar voru eins og þær eru og við réðum ekki vel við þær. Þegar þær eru svona, blæs hressilega og ósléttur völlur þá þarftu að vera með grunnatriðin á hreinu. Að fara í návígin, vinna seinni boltanna og spila einfalt. Mér fannst það koma aðeins á kafla í seinni hálfleik en í fyrri hálfleik var það ekki til staðar.“ Sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Þróttar eftir 0-1 tap Þróttar gegn Keflavík á HS Orkuvellinum í dag þar sem liðin mættust í sjöttu umferð Bestu deildarinnar.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Þróttur R.

Tapið þýðir að Keflavík skilur Þrótt eftir á botninum þar sem liðið situr með aðeins eitt stig að loknum sex umferðum og virkaði liðið jafnvel rúið sjálfstrausti. Nokkuð sem hlýtur að vera ansi langt frá þeim væntingum sem að Ólafur og liðið hafði fyrir mót.

„Það er langt frá okkar væntingum já. Sjálfstraust skiptir máli og sjálfstraust er ekki eitthvað sem þú kaupir út í búð heldur eitthvað sem þú vinnur þér inn. “

Um hvað tekur við og hvernig liðið getur snúið genginu við sagði Ólafur.

„Það er ekkert hægt að gera annað en að fara út á æfingasvæðið. En við þurfum að kafa djúpt í það hvort að það sem við erum að gera dags daglega það er standardar sem við höfum séu nógu háir. Hver og ein, ég og teymið þurfum þá að lyfta því upp og herða á þeim hlutum sem ég hef talað um og fundist okkur vanta..“

Að loknum þriðjungi hefðbundins móts er Þróttur þó á botninum og er það staðreynd sem Ólafur vill að liðið horfi í og bæti.

„Við þurfum að horfast í augu við það að við erum neðsta liðið í deildinni og höfum ekki ennþá unnið leik, Það er áskorun og annaðhvort skríður þú undir stein og felur þig eða ferð upp á steininn og tekur þessari áskorun og mætir þessum raunveruleika. “

Sagði Ólafur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir