Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   lau 25. maí 2024 19:26
Sverrir Örn Einarsson
Ólafur Kristjáns: Annaðhvort skríður þú undir stein og felur þig eða ferð upp á steininn
Kvenaboltinn
Ólafur Kristjánsson hefur ekki haft margar ástæður til þess að brosa í deildinni síðustu vikur
Ólafur Kristjánsson hefur ekki haft margar ástæður til þess að brosa í deildinni síðustu vikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það sem mér fannst fara úrskeiðis var að aðstæðar voru eins og þær eru og við réðum ekki vel við þær. Þegar þær eru svona, blæs hressilega og ósléttur völlur þá þarftu að vera með grunnatriðin á hreinu. Að fara í návígin, vinna seinni boltanna og spila einfalt. Mér fannst það koma aðeins á kafla í seinni hálfleik en í fyrri hálfleik var það ekki til staðar.“ Sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Þróttar eftir 0-1 tap Þróttar gegn Keflavík á HS Orkuvellinum í dag þar sem liðin mættust í sjöttu umferð Bestu deildarinnar.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Þróttur R.

Tapið þýðir að Keflavík skilur Þrótt eftir á botninum þar sem liðið situr með aðeins eitt stig að loknum sex umferðum og virkaði liðið jafnvel rúið sjálfstrausti. Nokkuð sem hlýtur að vera ansi langt frá þeim væntingum sem að Ólafur og liðið hafði fyrir mót.

„Það er langt frá okkar væntingum já. Sjálfstraust skiptir máli og sjálfstraust er ekki eitthvað sem þú kaupir út í búð heldur eitthvað sem þú vinnur þér inn. “

Um hvað tekur við og hvernig liðið getur snúið genginu við sagði Ólafur.

„Það er ekkert hægt að gera annað en að fara út á æfingasvæðið. En við þurfum að kafa djúpt í það hvort að það sem við erum að gera dags daglega það er standardar sem við höfum séu nógu háir. Hver og ein, ég og teymið þurfum þá að lyfta því upp og herða á þeim hlutum sem ég hef talað um og fundist okkur vanta..“

Að loknum þriðjungi hefðbundins móts er Þróttur þó á botninum og er það staðreynd sem Ólafur vill að liðið horfi í og bæti.

„Við þurfum að horfast í augu við það að við erum neðsta liðið í deildinni og höfum ekki ennþá unnið leik, Það er áskorun og annaðhvort skríður þú undir stein og felur þig eða ferð upp á steininn og tekur þessari áskorun og mætir þessum raunveruleika. “

Sagði Ólafur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir