Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   lau 25. maí 2024 22:15
Hafliði Breiðfjörð
Sindri: Viðurkenni að ég beið smá eftir flautinu og ánægjulegt að það kom ekki
Sindri ver boltann í atvikinu umdeilda.
Sindri ver boltann í atvikinu umdeilda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var annaðhvort akkúrat á línunni eða aðeins fyrir utan," sagði Sindri Kristinn Ólafsson markvörður FH spurður út í atvik í 2 - 2 jafnteflinu gegn Val í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 FH

Atvikið varð þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum, en Sindri fór þá langt út á móti Birki Má Sævarssyni sem var sloppinn í gegn og varði boltann. Svo virðist sem hann hafi verið fyrir utan teig þegar hann varði sem hefði þá átt að vera aukaspyrna og rautt spjald á Sindra.

„Kannski var ég heppinn í dag og kannski var verið að jafna eitthvað út en auðvitað á þetta ekki að vera þannig. Í síðasta leik fékk ég ranglega dæmt á mig víti en það tengist þessum leik ekkert, hver leikur hefur algjörlega sitt líf. Kannski sá dómarinn þetta ekki, og kannski var þetta rétt hjá honum, ég veit það ekki ég á eftir að sjá þetta aftur."

Hjartað hlýtur að hafa tekið smá slag þegar þú varðir hann?

„Jú, ég ákvað að stoppa að fara út í hann, það hefði endað á að annað hvort hefði hann farið framhjá mér eða ég hefði sópað hann niður. Ég ákvað að stoppa og náði því ekki alveg í tæka tíð og viðbrögðin voru að setja hendina út og verja. Ég viðurkenni að ég beið smá eftir flautinu en það var mjög ánægjulegt að það kom ekki."

Varstu pínu hræddur?

„Jájá, þetta er 'game of margins' eins og margir segja en þetta slapp í dag."

Nánar er rætt við Sindra í spilaranum að ofan. Hann ræðir þar einnig jöfnunarmark Valsmanna í leiknum.

„Við fáum þetta jöfnunarmark á okkur þar sem boltinn fer af Bödda og yfir höfuðið á mér. Það er alltaf ef og hefði. Ég hefði mögulega átt að standa og þá fengið hann í hausinn, ég hugsa svona eftir hvert einasta mark, ef ég hefði haft hendina þarna eða líkamann þarna."

Kennirðu sjálfum þér alltaf um eitthvað?

„Að sjálfsögðu, ef ekki mér þá Bödda sko," sagði Sindri og hló.
Athugasemdir
banner