Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   lau 25. maí 2024 22:15
Hafliði Breiðfjörð
Sindri: Viðurkenni að ég beið smá eftir flautinu og ánægjulegt að það kom ekki
Sindri ver boltann í atvikinu umdeilda.
Sindri ver boltann í atvikinu umdeilda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var annaðhvort akkúrat á línunni eða aðeins fyrir utan," sagði Sindri Kristinn Ólafsson markvörður FH spurður út í atvik í 2 - 2 jafnteflinu gegn Val í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 FH

Atvikið varð þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum, en Sindri fór þá langt út á móti Birki Má Sævarssyni sem var sloppinn í gegn og varði boltann. Svo virðist sem hann hafi verið fyrir utan teig þegar hann varði sem hefði þá átt að vera aukaspyrna og rautt spjald á Sindra.

„Kannski var ég heppinn í dag og kannski var verið að jafna eitthvað út en auðvitað á þetta ekki að vera þannig. Í síðasta leik fékk ég ranglega dæmt á mig víti en það tengist þessum leik ekkert, hver leikur hefur algjörlega sitt líf. Kannski sá dómarinn þetta ekki, og kannski var þetta rétt hjá honum, ég veit það ekki ég á eftir að sjá þetta aftur."

Hjartað hlýtur að hafa tekið smá slag þegar þú varðir hann?

„Jú, ég ákvað að stoppa að fara út í hann, það hefði endað á að annað hvort hefði hann farið framhjá mér eða ég hefði sópað hann niður. Ég ákvað að stoppa og náði því ekki alveg í tæka tíð og viðbrögðin voru að setja hendina út og verja. Ég viðurkenni að ég beið smá eftir flautinu en það var mjög ánægjulegt að það kom ekki."

Varstu pínu hræddur?

„Jájá, þetta er 'game of margins' eins og margir segja en þetta slapp í dag."

Nánar er rætt við Sindra í spilaranum að ofan. Hann ræðir þar einnig jöfnunarmark Valsmanna í leiknum.

„Við fáum þetta jöfnunarmark á okkur þar sem boltinn fer af Bödda og yfir höfuðið á mér. Það er alltaf ef og hefði. Ég hefði mögulega átt að standa og þá fengið hann í hausinn, ég hugsa svona eftir hvert einasta mark, ef ég hefði haft hendina þarna eða líkamann þarna."

Kennirðu sjálfum þér alltaf um eitthvað?

„Að sjálfsögðu, ef ekki mér þá Bödda sko," sagði Sindri og hló.
Athugasemdir
banner
banner