Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   lau 25. maí 2024 22:15
Hafliði Breiðfjörð
Sindri: Viðurkenni að ég beið smá eftir flautinu og ánægjulegt að það kom ekki
Sindri ver boltann í atvikinu umdeilda.
Sindri ver boltann í atvikinu umdeilda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var annaðhvort akkúrat á línunni eða aðeins fyrir utan," sagði Sindri Kristinn Ólafsson markvörður FH spurður út í atvik í 2 - 2 jafnteflinu gegn Val í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 FH

Atvikið varð þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum, en Sindri fór þá langt út á móti Birki Má Sævarssyni sem var sloppinn í gegn og varði boltann. Svo virðist sem hann hafi verið fyrir utan teig þegar hann varði sem hefði þá átt að vera aukaspyrna og rautt spjald á Sindra.

„Kannski var ég heppinn í dag og kannski var verið að jafna eitthvað út en auðvitað á þetta ekki að vera þannig. Í síðasta leik fékk ég ranglega dæmt á mig víti en það tengist þessum leik ekkert, hver leikur hefur algjörlega sitt líf. Kannski sá dómarinn þetta ekki, og kannski var þetta rétt hjá honum, ég veit það ekki ég á eftir að sjá þetta aftur."

Hjartað hlýtur að hafa tekið smá slag þegar þú varðir hann?

„Jú, ég ákvað að stoppa að fara út í hann, það hefði endað á að annað hvort hefði hann farið framhjá mér eða ég hefði sópað hann niður. Ég ákvað að stoppa og náði því ekki alveg í tæka tíð og viðbrögðin voru að setja hendina út og verja. Ég viðurkenni að ég beið smá eftir flautinu en það var mjög ánægjulegt að það kom ekki."

Varstu pínu hræddur?

„Jájá, þetta er 'game of margins' eins og margir segja en þetta slapp í dag."

Nánar er rætt við Sindra í spilaranum að ofan. Hann ræðir þar einnig jöfnunarmark Valsmanna í leiknum.

„Við fáum þetta jöfnunarmark á okkur þar sem boltinn fer af Bödda og yfir höfuðið á mér. Það er alltaf ef og hefði. Ég hefði mögulega átt að standa og þá fengið hann í hausinn, ég hugsa svona eftir hvert einasta mark, ef ég hefði haft hendina þarna eða líkamann þarna."

Kennirðu sjálfum þér alltaf um eitthvað?

„Að sjálfsögðu, ef ekki mér þá Bödda sko," sagði Sindri og hló.
Athugasemdir
banner
banner