Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
   lau 25. maí 2024 22:15
Hafliði Breiðfjörð
Sindri: Viðurkenni að ég beið smá eftir flautinu og ánægjulegt að það kom ekki
Sindri ver boltann í atvikinu umdeilda.
Sindri ver boltann í atvikinu umdeilda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var annaðhvort akkúrat á línunni eða aðeins fyrir utan," sagði Sindri Kristinn Ólafsson markvörður FH spurður út í atvik í 2 - 2 jafnteflinu gegn Val í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 FH

Atvikið varð þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum, en Sindri fór þá langt út á móti Birki Má Sævarssyni sem var sloppinn í gegn og varði boltann. Svo virðist sem hann hafi verið fyrir utan teig þegar hann varði sem hefði þá átt að vera aukaspyrna og rautt spjald á Sindra.

„Kannski var ég heppinn í dag og kannski var verið að jafna eitthvað út en auðvitað á þetta ekki að vera þannig. Í síðasta leik fékk ég ranglega dæmt á mig víti en það tengist þessum leik ekkert, hver leikur hefur algjörlega sitt líf. Kannski sá dómarinn þetta ekki, og kannski var þetta rétt hjá honum, ég veit það ekki ég á eftir að sjá þetta aftur."

Hjartað hlýtur að hafa tekið smá slag þegar þú varðir hann?

„Jú, ég ákvað að stoppa að fara út í hann, það hefði endað á að annað hvort hefði hann farið framhjá mér eða ég hefði sópað hann niður. Ég ákvað að stoppa og náði því ekki alveg í tæka tíð og viðbrögðin voru að setja hendina út og verja. Ég viðurkenni að ég beið smá eftir flautinu en það var mjög ánægjulegt að það kom ekki."

Varstu pínu hræddur?

„Jájá, þetta er 'game of margins' eins og margir segja en þetta slapp í dag."

Nánar er rætt við Sindra í spilaranum að ofan. Hann ræðir þar einnig jöfnunarmark Valsmanna í leiknum.

„Við fáum þetta jöfnunarmark á okkur þar sem boltinn fer af Bödda og yfir höfuðið á mér. Það er alltaf ef og hefði. Ég hefði mögulega átt að standa og þá fengið hann í hausinn, ég hugsa svona eftir hvert einasta mark, ef ég hefði haft hendina þarna eða líkamann þarna."

Kennirðu sjálfum þér alltaf um eitthvað?

„Að sjálfsögðu, ef ekki mér þá Bödda sko," sagði Sindri og hló.
Athugasemdir
banner