Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 25. maí 2024 22:04
Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már: Óþolandi að línuvörðurinn sjái ekki að markvörðurinn ver fyrir utan teig
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér finnst óþolandi að línuvörðurinn sjái ekki þegar markvörðurinn ver fyrir utan teig," sagði Birkir Már Sævarsson varnarmaður Vals eftir 2 - 2 jafntefli við FH í Bestu-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 FH

„Ef allir sem hafa séð atvikið segja það sama þá finnst mér það mjög súrt," bætti hann við.

Atvikið sem Birkir Már vísar í var á 15. mínútur leiksins þegar hann var kominn einn gegn Sindra Kristni Ólafssyni markverði sem kom út á móti honum og varði með hendi, líklega fyrir utan teiginn. Þannig brot verðskuldar almennt aukaspyrnu og rautt spjald á markmenn.

„Þeir eiga að fá rautt. Mér fannst hann verja fyrir utan teig og það er búið að segja mér að hann hafi verið fyrir utan. Ég veit ekkert um það en trúi Óla Jó vini mínum uppi í boxi og þeim inni í klefa. Þá hefðum við unnið leikinn nokkuð þægilega svo það er þungt að þeir klikki á risa augnabliki í leiknum."

Valur komst í 2 - 1 áður en þeir misstu forystuna niður í jafntefli seint í leiknum.

„Mér líður eins og við höfum tapað leiknum. Þegar við erum komnir í 2-1 á heimavelli með svona gott lið eigum við ekki að missa það niður."
Athugasemdir
banner