Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
banner
   lau 25. maí 2024 22:04
Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már: Óþolandi að línuvörðurinn sjái ekki að markvörðurinn ver fyrir utan teig
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér finnst óþolandi að línuvörðurinn sjái ekki þegar markvörðurinn ver fyrir utan teig," sagði Birkir Már Sævarsson varnarmaður Vals eftir 2 - 2 jafntefli við FH í Bestu-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  2 FH

„Ef allir sem hafa séð atvikið segja það sama þá finnst mér það mjög súrt," bætti hann við.

Atvikið sem Birkir Már vísar í var á 15. mínútur leiksins þegar hann var kominn einn gegn Sindra Kristni Ólafssyni markverði sem kom út á móti honum og varði með hendi, líklega fyrir utan teiginn. Þannig brot verðskuldar almennt aukaspyrnu og rautt spjald á markmenn.

„Þeir eiga að fá rautt. Mér fannst hann verja fyrir utan teig og það er búið að segja mér að hann hafi verið fyrir utan. Ég veit ekkert um það en trúi Óla Jó vini mínum uppi í boxi og þeim inni í klefa. Þá hefðum við unnið leikinn nokkuð þægilega svo það er þungt að þeir klikki á risa augnabliki í leiknum."

Valur komst í 2 - 1 áður en þeir misstu forystuna niður í jafntefli seint í leiknum.

„Mér líður eins og við höfum tapað leiknum. Þegar við erum komnir í 2-1 á heimavelli með svona gott lið eigum við ekki að missa það niður."
Athugasemdir
banner
banner