Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 25. júní 2020 21:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Liverpool Englandsmeistari í fyrsta sinn í 30 ár (Staðfest)
Mynd úr leiknum gegn Leicester sem er lýsandi fyrir tímabilið. Liverpool var með gífurlega yfirburði í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd úr leiknum gegn Leicester sem er lýsandi fyrir tímabilið. Liverpool var með gífurlega yfirburði í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Kevin De Bruyne skoraði úr magnaðari aukaspyrnu í dag en það dugði ekki til.
Kevin De Bruyne skoraði úr magnaðari aukaspyrnu í dag en það dugði ekki til.
Mynd: Getty Images
Chelsea 2 - 1 Manchester City
1-0 Christian Pulisic ('36 )
1-1 Kevin de Bruyne ('55 )
2-1 Willian ('78 , víti)
Rautt spjald: Fernandinho, Manchester City ('77)

Chelsea tók á móti Manchester City í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var þýðingarmikill því með sigri Chelsea eða jafntefli í leiknum í kvöld yrði Liverpool Englandsmeistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár.

Christian Pulisic kom Chelsea yfir á 36. mínútu eftir varnarmistök hjá City. Kevin De Bruyne jafnaði leikinn úr stórkostlegri aukaspyrnu eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik.

Kyle Walker bjargaði stórkostlega á línu frá Pulisic í seinni hálfleik en á 77. mínútu dró til tíðinda þegar dæmd var vítaspyrna á City og þar af auki fékk Fernandinho rauða spjaldið þar sem hann varði boltann með hendinni á línu. Willian fór á vítapunktinn og skoraði af öryggi.

Chelsea sigraði leikinn 2-1 og Liverpool er því svokallaður sófameistari þar sem liðið var ekki að spila í dag og úrslit dagsins tryggðu titilinn. Hverjum er svo sem ekki sama um það?

Til hamingju Liverpool og Liverpool stuðningsmenn, biðin er á enda, þvílíkt tímabil! Nítjándi titillinn kominn í hús.
Athugasemdir
banner
banner