West Ham blandar sér í baráttu um Soule - City hefur áhuga á Donnarumma - PSG vill leikmenn Man Utd
   þri 25. júní 2024 10:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ósáttir við að fyrrum landsliðsmenn séu að dreifa neikvæðni
Hiti í kringum enska landsliðið
Harry Kane, fyrirliði Englands.
Harry Kane, fyrirliði Englands.
Mynd: Getty Images
Lineker gagnrýndi enska liðið harðlega eftir leikinn gegn Danmörku.
Lineker gagnrýndi enska liðið harðlega eftir leikinn gegn Danmörku.
Mynd: Twitter
Declan Rice.
Declan Rice.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
England spilar í kvöld sinn síðasta leik í riðlakeppninni á EM er liðið mætir Slóveníu. Það hefur verið nokkur hiti í kringum enska liðið undanfarna daga eftir mjög svo ósannfærandi frammistöðu í jafntefli gegn Danmörku.

Gary Lineker, fyrrum landsliðsmaður, gagnrýndi liðið og sagði frammistöðuna gegn Danmörku vera ömurlega (e. shit). Alan Shearer, sem lék einnig fyrir enska landsliðið á sínum tíma, tók í sama streng.

Þetta hefur skapað smá skrítið andrúmsloft þar sem núverandi leikmenn landsliðið hafa verið að svara fyrrum landsliðsmönnum í aðdraganda leiksins í kvöld. Þeir eru ekki sáttir með það að fyrrum landsliðsmenn séu að dreifa neikvæðni þegar þeir hafa verið í sömu sporum og vita hversu mikil pressa það er að spila fyrir England.

„Þeir eru í sjónvarpinu og segja það sem þeir vilja," sagði miðjumaðurinn Declan Rice. „Ég þekki þá persónulega og þeir eru frábærir náungar, en þeir hafa verið í okkar sporum líka."

„Þeir þurfa kannski að hugsa um það líka áður en þeir tala, að þeir hafa verið þar sem við erum núna. Þeir hafa farið á stórmót og ekki staðið sig vel."

Harry Kane, fyrirliði Englands, var spurður út í gagnrýni Lineker á fréttamannafundi.

„Ég myndi aldrei vilja sýna neinum leikmanni vanvirðingu, hvað þá leikmanni sem hefur klæðst treyjunni og veit hvernig það er að spila fyrir England. Það sem fyrrum leikmenn - sem eru núna sérfræðingar - þurfa að skilja að það er erfitt að hlusta ekki á þetta, sérstaklega fyrir unga leikmenn sem eru á sínu fyrsta móti."

„Ég veit að þeir þurfa að vera hreinskilnir og segja sína skoðun, en mér finnst þeir líka hafa ábyrgð sem fyrrum landsliðsmenn sem margir líta upp til. Þeir þurfa að hafa sína skoðun en staðreyndin er sú að við höfum ekki unnið neitt sem þjóð í langan tíma og þeir sem eru að tala voru líka hluti af því. Þeir vita hversu erfitt það er að spila fyrir England á stórmóti," sagði Kane.

Rice skilur ekki neikvæðnina.

„Ég skil ekki alveg af hverju tilfinningin er svona neikvæð. Það er verið að tala eins og við séum að fara detta út. Við erum á toppi riðilsins og verðum að sýna jákvæðni í næstu leikjum," sagði Rice.
Athugasemdir
banner
banner