Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   þri 25. júní 2024 09:35
Elvar Geir Magnússon
Vestri unir niðurstöðu KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ tilkynnti í gær að sambandið myndi ekki aðhafast frekar í ásökunum Vestra um kynþáttaníð af hendi leikmanns Fylkis í viðureign liðanna nýlega.

Gagnaöflun sambandsins skýrði meinta atburðarás ekki frekar og telur það ekki hægt að fara með málið lengra. Vestri hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið segist una niðurstöðunni en umræðu um svona mál verði að halda á lofti.

Yfirlýsing vegna niðurstöðu KSÍ á atvikum í leik Fylkis og Vestra 18.júní sl.
Knattspyrnusamband Íslands hefur komist að niðurstöðu vegna atviks í leik Fylkis og Vestra þann 18.júní s.l. Í svörum sambandsins segir “Það er niðurstaða skrifstofu að ókleift sé annað en að láta staðar numið og aðhafast ekki frekar.”

Knattspyrnudeild Vestra stendur við fyrri yfirlýsingu og telur ekki bara mikilvægt heldur nauðsynlegt að bregðast við atvikum sem þessum. Vestri unir niðurstöðunni og ber fullt traust til sambandsins við úrlausn slíkra mála.

Knattspyrnudeild Vestra hvetur til þess að umræðu um mál sem þessi sé haldið á lofti og mætt af virðingu með opið samtal og fræðslu að leiðarljósi.

Félagið mun ekki tjá sig frekar um málavexti.

Með vinsemd og virðingu,

Knattspyrnudeild Vestra

Athugasemdir
banner
banner
banner