Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 25. júlí 2018 20:56
Brynjar Ingi Erluson
Elías Már til sölu - Markahæsti maður liðsins á tímabilinu
Elías Már Ómarsson  er til sölu
Elías Már Ómarsson er til sölu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska félagið IFK Gautaborg ætlar sér að selja Elías Má Ómarsson í glugganum en þetta kemur fram í Göteborgs-Posten í dag.

Elías, sem er 23 ára gamall, gekk til liðs við Gautaborg frá Vålerenga í Noregi á síðasta ári en tókst ekki að skora á síðasta tímabili í sænsku deildinni.

Hann hefur þó farið mikinn á þessu tímabili og er markahæsti maður liðsins með 5 mörk í 10 leikjum.

Þrátt fyrir það ætlar félagið að selja hann en samkvæmt Göteborgs-Posten er hann ekki í framtíðarplönum félagsins.

Það verður áhugavert að fylgjast með því hvert næsta skref leikmannsins verður.

Gautaborg er í 12. sæti deildarinnar með 16 stig og hefur spilað undir væntingum á tímabilinu.

Félagið keypti Sargon Abraham frá Degerfors á dögunum en hann er markahæsti leikmaður deildarinnar með 9 mörk og fjórar stoðsendingar í fimmtán leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner