Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 25. júlí 2021 18:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Ýmir í öðru en þarf að treysta á önnur úrslit
Ýmir gerði góða ferð á Ísafjörð.
Ýmir gerði góða ferð á Ísafjörð.
Mynd: Ýmir
Ýmir skaust upp í annað sæti C-riðils 4. deildar karla með sigri gegn Herði í dag.

Ýmismenn fóru á Ísafjörð og byrjuðu þar mjög vel því Eiður Gauti Sæbjörnsson skoraði fyrsta markið eftir aðeins 11 mínútna leik. Hann var aftur á ferðinni þegar tæplega hálftími var liðinn af leiknum.

Bæði lið misstu mann af velli í seinni hálfleik með rautt spjald. Svo fór að það hafði engin áhrif á úrslitin og lokatölur 0-2 fyrir Ými sem er í öðru sæti. Álftanes er í þriðja sæti með þremur stigum minna og tvo leiki til góða á Ými. Hörður er í fjórða sæti, fjórum stigum á eftir og með einn leik til góða. Á toppi riðilsins er KÁ með einu stigi meira en Ýmir og einn leik til góða.

Ýmir þarf því að treysta á að önnur úrslit falli með þeim í hag til að halda öðru sætinu. Ýmir á eftir að spila þrjá leiki í riðlinum.

Tvö efstu lið riðilsins fara í úrslitakeppnina um sæti í 3. deild.

KM og Mídas mættust einnig í þessum riðli og þar hafði Mídas betur, 0-1. Mídas er í sjöunda sæti og með níu stig og KM er á botni riðilsins, í níunda sæti, með fjögur stig.

KM 0 - 1 Mídas

Hörður Í. 0 - 2 Ýmir
0-1 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('11)
0-2 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('29)
Rautt spjald: Guðmundur Axel Blöndal, Ýmir ('56), Gautur Óli Gíslason, Hörður ('82)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner