sun 25. ágúst 2019 18:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Átti Tottenham ekki að fá víti? - „Víti og gult spjald"
Mynd: Getty Images
Það átti sér stað umdeilt atvik þegar Newcastle vann Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Joelinton skoraði eina mark leiksins á 27. mínútu. Fyrsta markið hjá þessum dýrasta leikmanni í sögu Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.

Newcastle varðist vel, en þegar rúmlega 10 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma vildi Tottenham fá vítaspyrnu. Jamaal Lascelles, fyrirliði Newcastle, féll í teignum og tók Harry Kane með sér í jörðina.

Mike Dean dæmdi ekki og var heldur ekki dæmt eftir að atvikið hafði verið skoðað með VAR.

„Harry Kane getur ekkert gert. Þetta er víti og gult spjald," sagði Bjarni Þór Viðarsson á Síminn Sport eftir leikinn.

Atvikið má sjá hérna.

Var þetta víti?
Athugasemdir
banner
banner
banner