Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að liðið hafi klikkað á einföldum hlutum í 2-0 tapinu gegn Tottenham á Etihad-leikvanginum í dag.
Tottenham var sterkara liðið í dag. Frammistaðan var mjög þroskuð miðað við gengi liðsins á síðustu leiktíð og mega stuðningsmenn þeirra alveg vera bjartsýnir á þessu tímabili.
Man City gekk í gegnum erfitt síðasta tímabil en eftir 4-0 sigurinn á Wolves í síðustu viku voru flestir á því að gamla City-liðið væri mætt aftur. Það var hins vegar ekki alveg að sjá í dag.
„Við klikkum á þessum einföldu hlutum. Framlagið og hæfnin að hlaupa hefur verið stórkostleg í ótrúlega mörg ár, þannig ég er í engum vafa með það. Það vantar ekki orkuna. Æfingarnar hafa verið góðar, en við klúðrum einföldum hlutum við pressu og eigum að lesa betur hvað við eigum að gera.“
„Við sköpum færi á síðasta þriðjungi vallarins, sem er aldrei auðvelt, en við sköpuðum nóg. Þetta gerðist og svona er fótboltinn, en þetta er bara annar leikur. Fólk sagði eftir Wolves leikinn í síðustu viku: „Okei, það er allt í himnalagi“, og ég sagði að þetta væri bara fyrsti leikurinn. Margt mun gerast, en ég veit hvað við erum að vinna í og þá góðu hluti sem við höfum hér.“
„Við verðum að bæta okkur skref fyrir skref. Þetta mun smella saman því góðu tengingarnar og annað er nýtt,“ sagði Guardiola.
Manuel Akanji og Ilkay Gündogan voru ekki í hópnum hjá Man City, en báðir hafa verið orðaðir við Galatasaray.
„Ég hef sagt það oft og mörgum sinnum að við erum með stærri hóp og þurfum að rótera aðeins í þessu. Kannski mun einhver annar vera utan hóps í næsta leik. Ég reyni að leyfa öllum að vera með,“ sagði Guardiola.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Arsenal | 2 | 2 | 0 | 0 | 6 | 0 | +6 | 6 |
2 | Tottenham | 2 | 2 | 0 | 0 | 5 | 0 | +5 | 6 |
3 | Chelsea | 2 | 1 | 1 | 0 | 5 | 1 | +4 | 4 |
4 | Man City | 2 | 1 | 0 | 1 | 4 | 2 | +2 | 3 |
5 | Liverpool | 1 | 1 | 0 | 0 | 4 | 2 | +2 | 3 |
6 | Nott. Forest | 1 | 1 | 0 | 0 | 3 | 1 | +2 | 3 |
7 | Sunderland | 2 | 1 | 0 | 1 | 3 | 2 | +1 | 3 |
8 | Bournemouth | 2 | 1 | 0 | 1 | 3 | 4 | -1 | 3 |
9 | Brentford | 2 | 1 | 0 | 1 | 2 | 3 | -1 | 3 |
10 | Burnley | 2 | 1 | 0 | 1 | 2 | 3 | -1 | 3 |
11 | Leeds | 2 | 1 | 0 | 1 | 1 | 5 | -4 | 3 |
12 | Brighton | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 | 1 | 0 | 1 |
13 | Fulham | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 | 1 | 0 | 1 |
14 | Crystal Palace | 1 | 0 | 1 | 0 | 0 | 0 | 0 | 1 |
15 | Newcastle | 1 | 0 | 1 | 0 | 0 | 0 | 0 | 1 |
16 | Aston Villa | 2 | 0 | 1 | 1 | 0 | 1 | -1 | 1 |
17 | Everton | 1 | 0 | 0 | 1 | 0 | 1 | -1 | 0 |
18 | Man Utd | 1 | 0 | 0 | 1 | 0 | 1 | -1 | 0 |
19 | Wolves | 2 | 0 | 0 | 2 | 0 | 5 | -5 | 0 |
20 | West Ham | 2 | 0 | 0 | 2 | 1 | 8 | -7 | 0 |
Athugasemdir