
Hafrún Rakel Halldórsdóttir var á skotskónum með Bröndby sem tapaði fyrir HB Köge, 3-2, í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Það er ekki alveg sami bragur á Bröndby-liðinu og hefur verið síðustu ár en það hefur aðeins sótt tvö stig úr þremur leikjum.
Hafrún kom liðinu í 2-1 gegn Köge á 81. mínútu en heimakonur í Köge skoruðu tvö mörk á lokamínútunum og fögnuðu dramatískum endurkomusigri.
Köge er með fullt hús stiga á toppnum en Bröndby, eins og áður segir, með aðeins 2 stig.
Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir byrjaði hjá FCK sem vann Esbjerg, 1-0, í dönsku B-deildinni. FCK er með 4 stig í 3. sæti deildarinnar eftir tvo leiki.
Athugasemdir