Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   lau 23. ágúst 2025 17:04
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Vogamenn aftur á toppinn - Ægir tapaði þriðja leiknum í röð
Vogamenn eru á toppnum
Vogamenn eru á toppnum
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Ægismenn hafa tapað þremur í röð
Ægismenn hafa tapað þremur í röð
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Grótta er að gera sig líklega til að komast upp í Lengjudeildina
Grótta er að gera sig líklega til að komast upp í Lengjudeildina
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þróttur Vogum hafa endurheimt toppsætið í fyrsta sinn síðan í 9. umferð er liðið vann Hauka, 1-0, með sigurmarki Rúnars Inga Eysteinssonar. Ægir, sem var með sex stiga forystu á toppnum fyrir nokkrum vikum, tapaði þriðja leiknum í röð og á nú í hættu á að missa af sæti í Lengjudeildina að ári.

KFA 2 - 1 Kári
1-0 Jawed Abd El Resak Boumeddane ('29 )
2-0 Marteinn Már Sverrisson ('62 )
2-1 Sigurjón Logi Bergþórsson ('68 )

KFA hafði betur gegn Kára, 2-0, á SÚN-vellinum í dag.

Jawed Boumeddane skoraði sitt sjöunda mark í deildinni í sumar áður en Marteinn Már Sverrisson gerði tíunda mark sitt. Þeir tveir verið frábærir í sumar.

KFA er áfram í 8. sæti deildarinnar og nú með 27 stig stig en Kári í næst neðsta sæti með 18 stig þegar þrjár umferðir eru eftir.

KFA Danny El-Hage (m), Arkadiusz Jan Grzelak, Matheus Bissi Da Silva, Geir Sigurbjörn Ómarsson, Imanol Vergara Gonzalez, Marteinn Már Sverrisson, Arnór Berg Grétarsson, Javier Montserrat Munoz, Heiðar Snær Ragnarsson, Jawed Abd El Resak Boumeddane, Hrafn Guðmundsson
Varamenn Esteban Selpa, Birkir Ingi Óskarsson, Ólafur Bernharð Hallgrímsson, Nói Egilsson, Smári Týr Sigurðarson, Hlynur Bjarnason, Milan Jelovac (m)

Kári Kristján Hjörvar Sigurkarlsson (m), Sigurjón Logi Bergþórsson, Benjamín Mehic, Tómas Týr Tómasson, Gísli Fannar Ottesen, Marinó Hilmar Ásgeirsson, Mikael Hrafn Helgason, Axel Freyr Ívarsson, Sveinn Svavar Hallgrímsson, Þór Llorens Þórðarson, Börkur Bernharð Sigmundsson
Varamenn Jón Þór Finnbogason, Benedikt Ísar Björgvinsson, Kristian Mar Marenarson

Víkingur Ó. 3 - 0 Höttur/Huginn
1-0 Björn Darri Ásmundsson ('12 )
2-0 Kwame Quee ('39 )
3-0 Hektor Bergmann Garðarsson ('55 )

Víkingur Ólafsvík fagnaði 3-0 sigri á Hetti/Hugin á Ólafsvíkurvelli.

Björn Darri Ásmundsson skoraði á 12. mínútu og bættu þeir við forystuna stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks með marki Kwame Quee. Skagamaðurinn Hektor Bergmann Garðarsson rak síðasta naglann í kistu gestanna þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.

Ólafsvíkingar eru í 5. sæti með 28 stig en Höttur/Huginn áfram á botninum með 17 stig.

Víkingur Ó. Jón Kristinn Elíasson (m), Ingvar Freyr Þorsteinsson, Gabriel Þór Þórðarson, Ivan Lopez Cristobal, Kristófer Áki Hlinason (89'), Hektor Bergmann Garðarsson (89'), Björn Darri Ásmundsson (65'), Luis Alberto Diez Ocerin, Björn Henry Kristjánsson, Asmer Begic (81'), Kwame Quee
Varamenn Luke Williams, Brynjar Óttar Jóhannsson (89'), Reynir Már Jónsson (81'), Haukur Smári Ragnarsson (89'), Ellert Gauti Heiðarsson (65'), Kristall Blær Barkarson (m)

Höttur/Huginn Gerard Tomas Iborra (m), André Musa Solórzano Abed, Eyþór Magnússon, Sæbjörn Guðlaugsson (63'), Genis Arrastraria Caballe, Rafael Llop Caballe, Danilo Milenkovic, Bjarki Fannar Helgason, Marti Prera Escobedo, Kristófer Bjarki Hafþórsson (46'), Árni Veigar Árnason (63')
Varamenn Þórhallur Ási Aðalsteinsson (46), Ívar Logi Jóhannsson (63), Bjarki Nóel Brynjarsson (63), Brynjar Smári Ísleifsson (m)

Haukar 0 - 1 Þróttur V.
0-1 Rúnar Ingi Eysteinsson ('47 )

Þróttur Vogum unnu 1-0 sigur á Haukum á BIRTU-vellinum í Hafnarfirði.

Rúnar Ingi Eysteinsson hefur verið í stuði í sumar og hélt því áfram með því að gera sigurmark leiksins á 47. mínútu. Ellefta mark Rúnars sem er næst markahæstur í deildinni.

Flott úrslit og mikilvæg því Vogamenn eru komnir á toppinn með 36 stig og færast nú nær sæti í Lengjudeildina. Haukar eru í 6. sæti með 28 stig.

Haukar Sveinn Óli Guðnason (m), Ísak Jónsson, Fannar Óli Friðleifsson (71'), Haukur Darri Pálsson, Sigurður Hrannar Þorsteinsson, Daði Snær Ingason (81'), Andri Steinn Ingvarsson, Alexander Aron Tómasson (71'), Daníel Smári Sigurðsson, Hallur Húni Þorsteinsson (87'), Markús Breki Steinsson (81')
Varamenn Ævar Daði Segatta, Kostiantyn Iaroshenko (71'), Arnar Bjarki Björgvinsson (81'), Óliver Steinar Guðmundsson (81'), Birkir Brynjarsson (87'), Guðjón Pétur Lýðsson (71'), Rafal Stefán Daníelsson (m)

Þróttur V. Jökull Blængsson (m), Guðni Sigþórsson (74'), Auðun Gauti Auðunsson (79'), Anton Breki Óskarsson, Jón Veigar Kristjánsson, Sigurður Agnar Br. Arnþórsson, Jón Jökull Hjaltason, Almar Máni Þórisson (74'), Ásgeir Marteinsson (65'), Rúnar Ingi Eysteinsson, Kostiantyn Pikul
Varamenn Hreinn Ingi Örnólfsson (79), Anton Freyr Hauks Guðlaugsson, Eyþór Orri Ómarsson (65), Franz Bergmann Heimisson (74), Mirza Hasecic, Birgir Halldórsson (74), Rökkvi Rafn Agnesarson (m)

Ægir 1 - 3 Grótta
0-1 Björgvin Brimi Andrésson ('20 )
0-2 Grímur Ingi Jakobsson ('38 )
0-3 Andri Freyr Jónasson ('58 )
1-3 Bilal Kamal ('75 )
Rautt spjald: Jón Jökull Þráinsson ('90, Ægir )

Grótta vann óvæntan 3-1 útisigur á Ægi á Geo-Salmo vellinum í Þorlákshöfn.

Björgvin Brimi Andrésson og Grímur Ingi Jakobsson komu Seltirningum í tveggja marka forystu í fyrri hálfleiknum og bætti Andri Freyr Jónasson við þriðja markinu í þeim síðari áður en heimamenn minnkuðu muninn.

Ægir hefur núna tapað þremur leikjum í röð og búið að missa toppsætið til Vogamanna. Ægir er í 2. sæti með 35 stig og þarf heldur betur að fara aftur í leit að vopnum sínum ætli liðið sér að komast upp um deild. Grótta er nú að ógna þeirra möguleika, en liðið er í 3. sæti með jafnmörg stig en slakari markatölu.

Ægir Andri Þór Grétarsson (m), Stefan Dabetic, Anton Breki Viktorsson, Atli Rafn Guðbjartsson, Jordan Adeyemo, Dimitrije Cokic, Einar Breki Sverrisson, Ivan Rodrigo Moran Blanco, Daníel Karl Þrastarson, Baptiste Gateau, Bjarki Rúnar Jónínuson
Varamenn Aron Fannar Hreinsson, Bilal Kamal, Aron Daníel Arnalds, Elvar Orri Sigurbjörnsson, Guðmundur Stefánsson, Kristján Daði Runólfsson, Ivaylo Yanachkov (m)

Grótta Alexander Arnarsson (m), Grímur Ingi Jakobsson, Dagur Bjarkason, Patrik Orri Pétursson, Caden Robert McLagan, Björgvin Brimi Andrésson, Axel Sigurðarson, Einar Tómas Sveinbjarnarson, Halldór Hilmir Thorsteinson, Kristófer Dan Þórðarson, Andri Freyr Jónasson
Varamenn Marvin Darri Steinarsson, Pétur Theódór Árnason, Daníel Agnar Ásgeirsson, Valdimar Daði Sævarsson, Björgvin Stefánsson, Hrannar Ingi Magnússon, Kristófer Melsted
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þróttur V. 19 11 3 5 28 - 21 +7 36
2.    Ægir 19 11 2 6 51 - 32 +19 35
3.    Grótta 19 10 5 4 36 - 23 +13 35
4.    Dalvík/Reynir 19 9 3 7 33 - 22 +11 30
5.    Kormákur/Hvöt 19 9 2 8 28 - 32 -4 29
6.    Víkingur Ó. 19 8 4 7 37 - 30 +7 28
7.    Haukar 19 8 4 7 33 - 32 +1 28
8.    KFA 19 8 3 8 48 - 42 +6 27
9.    KFG 19 6 3 10 33 - 45 -12 21
10.    Víðir 19 5 4 10 29 - 34 -5 19
11.    Kári 19 6 0 13 26 - 48 -22 18
12.    Höttur/Huginn 19 4 5 10 24 - 45 -21 17
Athugasemdir
banner