Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 25. september 2021 15:39
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Brentford og Liverpool: Klopp gerir fjórar breytingar
Trent Alexander-Arnold er í liði Liverpool
Trent Alexander-Arnold er í liði Liverpool
Mynd: Getty Images
Brentford og Liverpool mætast í sjöttu umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 16:30. Roberto Firmino er á bekknum en Curtis Jones er í liði gestanna.

Það er fátt sem kemur á óvart í liði Liverpool. Naby Keita er frá vegna meiðsla og þá er Firmino búinn að vera tæpur.

Jürgen Klopp gerir fjórar breytingar frá sigrinum gegn Crystal Palace en Curtis Jones, Trent Alexander-Arnold, Andy Robertson og Joel Matip koma allir inn.

Frank Onyeka kemur inn í lið Brentford og er það eina breytingin á byrjunarliði nýliðana.

Brentford: Raya; Ajer, Pinnock, Jansson; Canós, Norgaard, Onyeka, Janelt, Henry; Mbeumo, Toney.

Liverpool: Alisson; Alexander-Arnold, Van Dijk, Matip, Robertson; Henderson, Fabinho, Jones; Salah, Jota, Mané.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner