lau 25. september 2021 15:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hvað er að gerast hérna?" - Flóttinn mikli hjá ÍA
Flóttinn mikli!
Flóttinn mikli!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru að gerast ótrúlegir í Keflavík í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar.

Keflvíkingar voru fyrir stuttu með tveggja marka forystu og var ÍA á leið niður í Lengjudeildina.

En hlutirnir eru fljótir að breytast í fótboltanum, eins og margoft hefur verið sannað.

Staðan núna er orðin 2-3 fyrir ÍA. Skagamenn lentu 2-0 undir á 63. mínútu, en 12 mínútum síðar voru gestirnir af Akranesi komnir í forystu.

„HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA?????? SKAGAMENN ERU KOMNIR YFIR!!!! Þvaga í teignum og Sindri kemur Skaganum yfir!!!" skrifaði Benjamín Þórðarson í beinni textalýsingu þegar Sindri Snær Magnússon kom ÍA yfir.

Þetta breytir stöðunni svo sannarlega. Núna er ÍA að halda sér uppi og HK á leið niður.

Beinar textalýsingar
Víkingur 12 - 0 Leiknir
Breiðablik 1 - 0 HK
Keflavík 2 - 3 ÍA
KA 1 - 2 FH
Stjarnan 0 - 2 KR
Fylkir 0 - 5 Valur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner